Skip to Main Content

Oscola staðall

Oxford Standard for the Citation of Legal Authorities

Íslenskar frumheimildir

Meginreglan er að ef full tilvísun kemur fram í meginmáli ritgerðar er óþarfi vísa einnig til laga, reglugerða og stjórnvaldsfyrirmæla í neðanmálsgrein. Athugið að skráning í heimildaskrá er eins og í neðanmálsgrein, nema að sleppa á pinpointi (nákvæm staðsetning innan heimildar) og punktinum í lok tilvísunnar.

Grunnþættir tilvísana í lög og reglugerðir:
Heiti laga | númer.
Heiti reglugerðar | númer.
Heiti reglna | númer

Dæmi:
Almenn hegningarlög nr. 19/1940.
Lög um almannatryggingar nr. 100/2007.
Reglugerð um rafrænar undirskriftir nr. 780/2011.
Auglýsing um mannvirki og fjarskipti Atlantshafsbandalagsins nr. 610/2008.
Fyrirmæli ríkissaksóknara um hámarkstíma meðferðar líkamsárásarmála, nauðgunarmála og efnahagsbrota hjá lögreglu og ákærendum nr. 5/2009.

Dæmi - m/pinpoint:
Almenn hegningarlög nr. 19/1940, 8. gr.
Lög um almannatryggingar nr. 100/2007, 5. gr., mgr. 2.

 

Strax í kjölfar fyrstu tilvísunnar má í meginmáli eða neðanmálsgrein bæta við sviga með styttu heiti viðkomandi laga eða reglugerðar, þ.e.,gælunafn, t.d. (hegningarlög), (hgl.) eða (HGL). Í öllum síðari tilvísunum til sömu laga eða reglugerða má þá láta duga að vísa í hið stytta heiti í meginmáli/neðanmálsgrein. Athugið að gælunafn er ekki notað í skrá yfir frumheimildir.

Sjá Íslensk aðlögun Oscola bls. 4, kafli 3.1

Zotero - Lög og stjórnvaldsfyrirmæli (s.s. reglugerðir, auglýsingar, fyrirmæli)

Öll skráning laga og reglugerða er sett í „Name of Act“ – eins og hún á að birtast í neðanmálsgreinum og heimildaskrá.

undefined

Pinpoint:

 

Athugið að skráning í heimildaskrá er eins og í neðanmálsgrein, nema að sleppa á pinpointi (nákvæm staðsetning innan heimildar) og punktinum í lok tilvísunnar.

Grunnþættir tilvísunar í prentaða útgáfu A deildar:
Alþt.| ártal, | deild,| upphafsblaðsíða EÐA dálkur.
Dæmi - prentútgáfa:
Alþt. 1997-98, A-deild, 3549.
Dæmi - prentútgáfa m/pinpoint:
Alþt. 1997-98, A-deild, 3549, 3610.

Þegar vísa þarf til ákveðins staðar innan þingskjals í vefútgáfu þarf tilvísunin að vera að öðru leyti nógu nákvæm til þess að unnt sé að finna textann sem vísað er til. Þannig gæti til dæmis bæst við fyrir aftan kommu á eftir málsnúmerinu: „almennar athugasemdir, kafli 4“ eða þess háttar. Sé kaflinn sem vísað er til lengri en ein útprentuð blaðsíða þarf að telja fjölda málsgreina og vísa til númers málsgreinar innan hans.

Athugið að skráning í heimildaskrá er eins og í neðanmálsgrein, nema að sleppa á pinpointi (nákvæm staðsetning innan heimildar) og punktinum í lok tilvísunnar.

Grunnþættir tilvísunar í vefútgáfu A-deildar (frumvörp, nefndarálitþingskjöl, umsagnir og erindi):
Alþt.| ártal, | deild, | þskj. númer | númer máls
Dæmi - vefútgáfa:
Alþt. 2010-2011, A-deild, þskj. 8278.mál.
Dæmi - vefútgáfa m/pinpoint:
Alþt. 2010-2011, A-deild, þskj. 82 78. mál, athugasemdir við 5. gr., mgr. 7.
Dæmi - umsögn við frumvarp:
Alþt. 2011-2012, A-deild, 14. mál, umsögn Samtaka atvinnulífsins við frumvarpið, erindi nr. Þ 140/25.
Ath. Þ vísar í nr. löggjafarþings og eftir / kemur Dbnr sem er númerið á skjalinu, sjá í Ferli máls á Alþingi undir Erindi og umsagnir

 

Grunnþættir tilvísunar í vefútgáfu B-deildar (umræður):

 

Alþt. | ártal, | deild, | númer máls, | númer fundar | (ræðumaður) | skoðað dags.
Dæmi:
Alþt. 2010-2011, B-deild, 78. mál, 43. fundur (Mörður Árnason) skoðað 21. október 2011.
Dæmi - vefútgáfa m/pinpoint:
Alþt. 2010-2011, B-deild, 78. mál, 43. fundur (Mörður Árnason) mgr.12, skoðað 21. október 2011.

Sjá Íslensk aðlögun Oscola bls. 5-6, kafli 3.2.1 - 3.2.2

Zotero - Alþingistíðindi (þingskjöl, umræður)

undefined

 

Pinpoint:

undefined

Þegar dómar eru til í bæði prentaðri útgáfu og vefútgáfu eiga nemendur val um það til hvorrar útgáfunnar þeir vísa. Nemendur skulu halda sig við þann tilvísunarhátt sem valinn er og gæta samræmis innan ritgerðar. Komi allar sömu upplýsingar sem ella myndu vera í neðanmálsgrein fram í meginmáli ritgerðar er óþarfi að vísa einnig til dómsins í neðanmálsgrein.

Í kjölfar þess að ákveðinn dómur er nefndur til sögunnar í fyrsta sinn í meginmáli eða neðanmálsgrein bæta við sviga þar sem dómnum er gefið gælunafn, til dæmis (öryrkjadómur), (Hrd.125/2000) eða (H 426/1998 (hnefaleikar)). Í öllum síðari tilvísunum til sama dóms má þá láta duga að nota gælunafnið í meginmáli/neðanmálsgrein.

Athugið að skráning í heimildaskrá er eins og í neðanmálsgrein, nema að sleppa á pinpointi (nákvæm staðsetning innan heimildar) og punktinum í lok tilvísunnar.

Sjá nánar um gælunöfn dóma í Oscola 4. útg. bls. 14-15, kafli 2.1.2

Grunnþættir tilvísunar í prentaða útgáfu:
Dómur nafn dómstóls | ártal, | upphafsblaðsíða.
EÐA
Nöfn aðila, | nafn dómstóls | ártal, | upphafsblaðsíða.

 

Notuð er styttingin Hrd. fyrir dóma Hæstaréttar Íslands, en Landsréttur og Héraðsdómur er ekki stytt. Vísað er til fyrstu blaðsíðu dómsins, en þegar vísað skal nánar til ákveðinnar blaðsíðu innan dómsins er rituð komma á eftir upphafsblaðsíðu og síðan tilgreind blaðsíðan sem vitnað er til.

Dæmi - prentútgáfa:
Hrd. 1999, 2015.
EÐA
Jón Jónsson g. Jónu Jónsdóttur, Hrd. 1999, 2015.

 

Dæmi - prentútgáfa m/pinpoint:
Hrd. 1999, 2015, 2017.
EÐA
Jón Jónsson g. Jónu Jónsdóttur, Hrd. 1999, 2015, 2017

 

Grunnþættir tilvísunar í vefútgáfu:
Dómur nafn dómstóls | dagsetning | í máli nr.
EÐA
Nöfn aðila, | nafn dómstóls | dagsetning | í máli nr.

 

Þegar vísa þarf til ákveðins staðar innan vefútgáfu dóms þarf tilvísunin að vera nógu nákvæm til þess að unnt sé að finna textann sem vísað er til. Þannig gæti til dæmis bæst við fyrir aftan kommu á eftir málsnúmerinu: „kafli IV“ eða þess háttar. Sé kaflinn sem vísað er til lengri en ein útprentuð blaðsíða þarf að telja fjölda málsgreina og vísa til númers málsgreinar innan hans.

Dæmi - vefútgáfa:
Hrd. 19. desember 2000 í máli nr. 125/2000.
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 1. júní 2005 í máli nr. E-2566/2004.
Dómur Landsréttar 21. janúar 2020 í máli nr. 45/2020.
EÐA nöfn aðila:
Tryggingastofnun ríkisins g.Öryrkjabandalagi Íslands, Hrd. 19. desember 2000 í máli nr. 125/2000.

 

Dæmi - vefútgáfa m/pinpoint:

Dómur Landsréttar 21. janúar 2020 í máli nr. 45/2020, úrskurðarorð.

Tryggingastofnun ríkisins g.Öryrkjabandalagi Íslands, Hrd. 19. desember 2000 í máli nr. 125/2000, kafli IV, mgr. 6.

 

Sjá í Íslensk aðlögun Oscola bls. 6-8, kafli 3.3

Zotero - Dómar, álit og úrskurðir

Öll skráning dóma, álita, úrskurða er sett í „Case Name“ – eins og hún á að birtast í neðanmálsgreinum og heimildaskrá.

Meginregla:

undefined

 

Pinpoint:

undefined

Athugið að skráning í heimildaskrá er eins og í neðanmálsgrein, nema að sleppa á pinpointi (nákvæm staðsetning innan heimildar) og punktinum í lok tilvísunnar.

Grunnþættir tilvísana í úrskurði, ákvarðanir og álit stjórnvalda:
Úrskurður/ákvörðun/álit nafn stjórnvalds | númer úrskurðar/ákvörðunar/álits | dagsetning | í máli nr.

Dæmi - m/pinpoint:

Úrskurður úrskurðarnefndar almannatrygginga 9. desember 2009 í máli nr. 103/2009, niðurstaða, mgr. 7.
EÐA
Nöfn aðila/heiti máls, | úrskurður/ákvörðun/álit nafn stjórnvalds | númer úrskurðar/ákvörðunar/álits, | dagsetning | í máli nr.
Dæmi:
Yfirtaka Landsbankans hf. á Sólningu Kópavogi ehf., ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 28/2011, 18. ágúst 2011.
Velja skal aðra aðferðina og gæta samræmis innan ritgerðar.

 

Sé númer úrskurðar/ákvörðunar/álits eða málsnúmer ekki gefið upp í heimildinni skal því sleppt.
Vanti bæði skal ávallt get um nöfn aðila máls eða heiti máls:
Nöfn aðila/heiti máls, | úrskurður/ákvörðun/álit nafn stjórnvalds | dagsetning.
Dæmi:
A g
. landlækni
, úrskurður velferðarráðuneytisins 30. maí 2011.

 

Dæmi - m/pinpoint:
Úrskurður úrskurðarnefndar almannatrygginga 9. desember 2009 í máli nr. 103/2009, niðurstaða, mgr. 7.
Álit kærunefndar húsamála 24. mars 2011 í máli nr. 19/2010, niðurstaða, mgr. 4-5.
A g. Tryggingastofnun ríkisins, úrskurður úrskurðarnefndar almannatrygginga 9. desember 2009 í máli nr. 103/2009, niðurstaða, mgr. 7.

 

Sjá Íslensk aðlögun Oscola bls. 8-9, kafli 3.4

Zotero - Dómar, álit og úrskurðir

Öll skráning dóma, álita, úrskurða er sett í „Case Name“ – eins og hún á að birtast í neðanmálsgreinum og heimildaskrá.

Meginregla:

undefined

Hér eru aðeins dæmi um einföldustu skráningu efnis af netinu. Sjá dæmi þar sem t.d. eru notuð nöfn málsaðila í Íslensk aðlögun OSCOLA, bls. 6-7.

Dómi má gefa „gælunafn“ (þekkt eða óþekkt) þegar hans er getið í fyrsta sinn. Sjá Íslensk aðlögun OSCOLA, bls. 6.

Álit umboðsmanns eru öll til í vefútgáfu. Valin álit og eldri álit eru einnig til í prentaðri skýrslu umboðsmanns Alþingis. Þegar álit eru til í báðum útgáfum eiga nemendur val um það til hvorrar útgáfunnar þeir vísa en skulu gæta samræmis innan ritgerðar sem kostur er. Stytta má heiti embættis umboðsmanns Alþingis í UA“.

Athugið að skráning í heimildaskrá er eins og í neðanmálsgrein, nema að sleppa á pinpointi (nákvæm staðsetning innan heimildar) og punktinum í lok tilvísunnar.

Grunnþættir tilvísana í prentaða útgáfu:
Álit umboðsmanns Alþingis | dagsetning | í máli nr. | (SUA | ártal) | upphafsblaðsíða.
Vísað er til fyrstu blaðsíðu álitsins, en þegar vísað skal til ákveðinnar blaðsíðu innan álitsins (pinpoint) er rituð komma á eftir upphafsblaðsíðu og síðan blaðsíðan sem vitnað er til.

 

Dæmi - prentútgáfa m/pinpoint:
Álit umboðsmanns Alþingis 27. apríl 2009 í máli nr. 4919/2007 (SUA 2009) 103.
Dæmi - prentútgáfa m/pinpoint:
Álit UA 27. apríl 2009 í máli nr. 4919/2007 (SUA 2009) 103, 121.

 

Grunnþættir tilvísana í vefútgáfu:
Álit umboðsmanns Alþingis | dagsetning | í máli nr.
Að öðru leyti gilda sömu reglur og um vefútgáfur dóma.

 

Dæmi - vefútgáfa:
Álit umboðsmanns Alþingis 1.júlí 2008 í máli nr. 444/2007.
Dæmi - vefútgáfa m/pinpoint:
Álit umboðsmanns Alþingis 1. júlí 2008 í máli nr. 444/2007, kafli IV(2), mgr. 12.

Sjá Íslensk aðlögun Oscola, bls. 9-10, kafli 3.5

Zotero - Dómar, álit og úrskurðir

Öll skráning dóma, álita, úrskurða er sett í „Case Name“ – eins og hún á að birtast í neðanmálsgreinum og heimildaskrá.

undefined

Hér eru aðeins dæmi um einföldustu skráningu efnis af netinu. Sjá dæmi þar sem t.d. eru notuð nöfn málsaðila í Íslensk aðlögun OSCOLA, bls. 6-7.

Dómi má gefa „gælunafn“ (þekkt eða óþekkt) þegar hans er getið í fyrsta sinn. Sjá Íslensk aðlögun OSCOLA, bls. 6.

Þegar um alþjóðlega þjóðréttarsamninga er að ræða mælir OSCOLA með því að vísað sé til opinberrar frumútgáfuraðar, svo sem United Nations Treaty Series (UNTS), sjá Alþjóðlegir þjóðréttarsamningar. Einnig má vísa til slíkra samninga í opinberri útgáfuröð aðildarríkja. Þjóðréttarsamningar sem Ísland er aðili að eru birtir í C-deild Stjórnartíðinda. Velja skal aðra aðferðina og gæta samræmis innan ritgerðar. Orðið Stjórnartíðindi er stytt í „Stjtíð.“

Athugið að skráning í heimildaskrá er eins og í neðanmálsgrein, nema að sleppa á pinpointi (nákvæm staðsetning innan heimildar) og punktinum í lok tilvísunnar.

Grunnþættir tilvísunar í samninga C-deildar Stjórnartíðinda:
Fullt nafn samnings | (samþykktur dagsetning, | tók gildi dagsetning) | Stjtíð. C, | númer.

 

Dæmi:
Samningur um afnám allrar mismununar gagnvart konum (samþykktur 18. desember 1979, tók gildi 3. september 1981) Stjtíð. C, 5/1985.
Dæmi m/pinpoint og gæluheiti:
Samningur um afnám allrar mismununar gagnvart konum (samþykktur 18. desember 1979, tók gildi 3. september 1981) Stjtíð. C, 5/1985 (kvennasáttmáli SÞ), 5. gr.

 

Athugið að strax í kjölfar fyrstu tilvísunar í meginmáli/neðanmálsgrein, en áður en vísað er til ákveðinnar greinar samningsins, má bæta við sviga með styttu heiti-gælunafni viðkomandi alþjóðlegs eða svæðisbundins þjóðréttarsamnings, til dæmis (Mannréttindasáttmálinn), (MSE) eða (kvennasáttmáli). Í öllum síðari tilvísunum til sama sáttmála má þá láta duga að nota hið stytta heiti í meginmáli/neðanmálsgrein. Athugið að gælunafn“ samnings er ekki notað í skrá yfir frumheimildir.

Sjá nánar í Oscola 4. útg. bls. 25, 27 kafli 1, 2

Grunnþættir tilvísunar í gögn (s.s. ákvarðanir, reglugerðir, tilskipanir) sem birtast í EES-viðbæti við Stjtíð EES:
Fullur titill | nr. tbl./ár | Titll ritsins | upphafsblaðsíða.

 

Dæmi:
Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 209/2014 frá 24. október 2014 um breytingu á I. viðauka (Heilbrigði dýra og plantna) við EES-samninginn. 52/2015 EES-viðbætir við Stjtíð EES 1.
Dæmi  m/pinpoint:
Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 209/2014 frá 24. október 2014 um breytingu á I. viðauka (Heilbrigði dýra og plantna) við EES-samninginn. 52/2015 EES-viðbætir við Stjtíð EES 1, 2.

 

Sjá Íslensk aðlögun Oscola, bls. 10-11, kafli 3.6

Zotero - Samningar (C-deild Stj.) og ákvarðanir (EES-viðbætir við Stjtíð)

Eins og með allar frumheimildir fer öll skráning í titilsviðið.

Samningar C-deild Stj.:

undefined

 

Ákvarðanir EES-viðbætir við Stj.: