Meginreglan er að ef full tilvísun kemur fram í meginmáli ritgerðar er óþarfi að vísa einnig til laga, reglugerða og stjórnvaldsfyrirmæla í neðanmálsgrein. Athugið að skráning í heimildaskrá er eins og í neðanmálsgrein, nema að sleppa á pinpointi (nákvæm staðsetning innan heimildar) og punktinum í lok tilvísunnar.
Strax í kjölfar fyrstu tilvísunnar má í meginmáli eða neðanmálsgrein bæta við sviga með styttu heiti viðkomandi laga eða reglugerðar, þ.e.,„gælunafn“, t.d. (hegningarlög), (hgl.) eða (HGL). Í öllum síðari tilvísunum til sömu laga eða reglugerða má þá láta duga að vísa í hið stytta heiti í meginmáli/neðanmálsgrein. Athugið að gælunafn er ekki notað í skrá yfir frumheimildir.
Sjá Íslensk aðlögun Oscola bls. 4, kafli 3.1
Öll skráning laga og reglugerða er sett í „Name of Act“ – eins og hún á að birtast í neðanmálsgreinum og heimildaskrá.
Pinpoint:
Athugið að skráning í heimildaskrá er eins og í neðanmálsgrein, nema að sleppa á pinpointi (nákvæm staðsetning innan heimildar) og punktinum í lok tilvísunnar.
Þegar vísa þarf til ákveðins staðar innan þingskjals í vefútgáfu þarf tilvísunin að vera að öðru leyti nógu nákvæm til þess að unnt sé að finna textann sem vísað er til. Þannig gæti til dæmis bæst við fyrir aftan kommu á eftir málsnúmerinu: „almennar athugasemdir, kafli 4“ eða þess háttar. Sé kaflinn sem vísað er til lengri en ein útprentuð blaðsíða þarf að telja fjölda málsgreina og vísa til númers málsgreinar innan hans.
Athugið að skráning í heimildaskrá er eins og í neðanmálsgrein, nema að sleppa á pinpointi (nákvæm staðsetning innan heimildar) og punktinum í lok tilvísunnar.
Sjá Íslensk aðlögun Oscola bls. 5-6, kafli 3.2.1 - 3.2.2
Pinpoint:
Þegar dómar eru til í bæði prentaðri útgáfu og vefútgáfu eiga nemendur val um það til hvorrar útgáfunnar þeir vísa. Nemendur skulu halda sig við þann tilvísunarhátt sem valinn er og gæta samræmis innan ritgerðar. Komi allar sömu upplýsingar sem ella myndu vera í neðanmálsgrein fram í meginmáli ritgerðar er óþarfi að vísa einnig til dómsins í neðanmálsgrein.
Í kjölfar þess að ákveðinn dómur er nefndur til sögunnar í fyrsta sinn í meginmáli eða neðanmálsgrein má bæta við sviga þar sem dómnum er gefið gælunafn, til dæmis (öryrkjadómur), (Hrd.125/2000) eða (H 426/1998 (hnefaleikar)). Í öllum síðari tilvísunum til sama dóms má þá láta duga að nota gælunafnið í meginmáli/neðanmálsgrein.
Athugið að skráning í heimildaskrá er eins og í neðanmálsgrein, nema að sleppa á pinpointi (nákvæm staðsetning innan heimildar) og punktinum í lok tilvísunnar.
Sjá nánar um gælunöfn dóma í Oscola 4. útg. bls. 14-15, kafli 2.1.2
Notuð er styttingin Hrd. fyrir dóma Hæstaréttar Íslands, en Landsréttur og Héraðsdómur er ekki stytt. Vísað er til fyrstu blaðsíðu dómsins, en þegar vísað skal nánar til ákveðinnar blaðsíðu innan dómsins er rituð komma á eftir upphafsblaðsíðu og síðan tilgreind blaðsíðan sem vitnað er til.
Þegar vísa þarf til ákveðins staðar innan vefútgáfu dóms þarf tilvísunin að vera nógu nákvæm til þess að unnt sé að finna textann sem vísað er til. Þannig gæti til dæmis bæst við fyrir aftan kommu á eftir málsnúmerinu: „kafli IV“ eða þess háttar. Sé kaflinn sem vísað er til lengri en ein útprentuð blaðsíða þarf að telja fjölda málsgreina og vísa til númers málsgreinar innan hans.
Dómur Landsréttar 21. janúar 2020 í máli nr. 45/2020, úrskurðarorð.
Sjá í Íslensk aðlögun Oscola bls. 6-8, kafli 3.3
Öll skráning dóma, álita, úrskurða er sett í „Case Name“ – eins og hún á að birtast í neðanmálsgreinum og heimildaskrá.
Meginregla:
Pinpoint:
Athugið að skráning í heimildaskrá er eins og í neðanmálsgrein, nema að sleppa á pinpointi (nákvæm staðsetning innan heimildar) og punktinum í lok tilvísunnar.
Dæmi - m/pinpoint:
Úrskurður úrskurðarnefndar almannatrygginga 9. desember 2009 í máli nr. 103/2009, niðurstaða, mgr. 7.
Sjá Íslensk aðlögun Oscola bls. 8-9, kafli 3.4
Öll skráning dóma, álita, úrskurða er sett í „Case Name“ – eins og hún á að birtast í neðanmálsgreinum og heimildaskrá.
Meginregla:
Hér eru aðeins dæmi um einföldustu skráningu efnis af netinu. Sjá dæmi þar sem t.d. eru notuð nöfn málsaðila í Íslensk aðlögun OSCOLA, bls. 6-7.
Dómi má gefa „gælunafn“ (þekkt eða óþekkt) þegar hans er getið í fyrsta sinn. Sjá Íslensk aðlögun OSCOLA, bls. 6.
Álit umboðsmanns eru öll til í vefútgáfu. Valin álit og eldri álit eru einnig til í prentaðri skýrslu umboðsmanns Alþingis. Þegar álit eru til í báðum útgáfum eiga nemendur val um það til hvorrar útgáfunnar þeir vísa en skulu gæta samræmis innan ritgerðar sem kostur er. Stytta má heiti embættis umboðsmanns Alþingis í „UA“.
Athugið að skráning í heimildaskrá er eins og í neðanmálsgrein, nema að sleppa á pinpointi (nákvæm staðsetning innan heimildar) og punktinum í lok tilvísunnar.
Sjá Íslensk aðlögun Oscola, bls. 9-10, kafli 3.5
Öll skráning dóma, álita, úrskurða er sett í „Case Name“ – eins og hún á að birtast í neðanmálsgreinum og heimildaskrá.
Hér eru aðeins dæmi um einföldustu skráningu efnis af netinu. Sjá dæmi þar sem t.d. eru notuð nöfn málsaðila í Íslensk aðlögun OSCOLA, bls. 6-7.
Dómi má gefa „gælunafn“ (þekkt eða óþekkt) þegar hans er getið í fyrsta sinn. Sjá Íslensk aðlögun OSCOLA, bls. 6.
Þegar um alþjóðlega þjóðréttarsamninga er að ræða mælir OSCOLA með því að vísað sé til opinberrar frumútgáfuraðar, svo sem United Nations Treaty Series (UNTS), sjá Alþjóðlegir þjóðréttarsamningar. Einnig má vísa til slíkra samninga í opinberri útgáfuröð aðildarríkja. Þjóðréttarsamningar sem Ísland er aðili að eru birtir í C-deild Stjórnartíðinda. Velja skal aðra aðferðina og gæta samræmis innan ritgerðar. Orðið Stjórnartíðindi er stytt í „Stjtíð.“
Athugið að skráning í heimildaskrá er eins og í neðanmálsgrein, nema að sleppa á pinpointi (nákvæm staðsetning innan heimildar) og punktinum í lok tilvísunnar.
Athugið að strax í kjölfar fyrstu tilvísunar í meginmáli/neðanmálsgrein, en áður en vísað er til ákveðinnar greinar samningsins, má bæta við sviga með styttu heiti-gælunafni viðkomandi alþjóðlegs eða svæðisbundins þjóðréttarsamnings, til dæmis (Mannréttindasáttmálinn), (MSE) eða (kvennasáttmáli). Í öllum síðari tilvísunum til sama sáttmála má þá láta duga að nota hið stytta heiti í meginmáli/neðanmálsgrein. Athugið að „gælunafn“ samnings er ekki notað í skrá yfir frumheimildir.
Sjá nánar í Oscola 4. útg. bls. 25, 27 kafli 1, 2
Sjá Íslensk aðlögun Oscola, bls. 10-11, kafli 3.6
Eins og með allar frumheimildir fer öll skráning í titilsviðið.
Samningar C-deild Stj.:
Ákvarðanir EES-viðbætir við Stj.: