Skip to Main Content

Oscola staðall

Oxford Standard for the Citation of Legal Authorities

Frumheimildir

Frumheimildir eru gefnar út af stjórnvöldum og hafa eitthvert lagalegt gildi eins og til dæmis: dómar, lög og reglugerðir, úrskurðir, ákvarðanir og álit stjórnvalda, álit umboðsmanns Alþingis, frumvörp, umræður, greinargerðir, þjóðarréttasamningar, alþjóðasamningar...

Í þessum frumheimilda kafla verður fjallað um helstu gerðir frumheimilda (íslenskar, evrópskar og alþjóðlegar) og sýnd dæmi um hvernig vísa skal til þeirra. Ekki verður þó hægt að sýna öll möguleg dæmi en þess í stað verður tilgreint hvar í staðlinum ítarlegri upplýsingar er að finna. 

Staðallinn fyrir íslenskar frumheimildir heitir Íslensk aðlögun

Vísa skal til frumheimilda annarra landa en Oscola 4. útgáfa nær til eins og gert er í viðkomandi landi. Sá staðall sem gott er að nota í slíkum tilvikum heitir:  Guide to Foreign and International Legal Citations 2006
 

Sjá nánari lýsingu á mismunandi útgáfum Oscola á síðunni Oscola í heild sinni