Skip to Main Content

Oscola staðall

Oxford Standard for the Citation of Legal Authorities

Heimildaskrá - Frumheimildaskrá

Gera skal heimildaskrá yfir afleiddar heimildir (bækur, tímaritsgreinar o.þ.h.).

Heimildaskrá skal staðsetja aftast, á eftir meginmáli og viðaukum við ritgerðina ef einhverjir eru.

Í heimildaskrá skal fyrst gefa upp eftirnafn erlendra höfunda og síðan upphafsstaf(i) fornafns, en gefa skal upp fullt nafn íslenskra höfunda.  Íslenskir höfundar raðast í stafrófsröð eftir fornafni.

Ef sami höfundur er með fleiri en eitt verk í heimildaskránni:

  • skal setja tvö bandstrik (double em-dash) í stað nafn höfundar
  • raða verkunum eftir sama höfund í tímaröð, elsta árið fyrst.
  • Ef fleiri en eitt verk eru með sama ár skal raða þeim í stafrófröð (eftir fyrsta merkingarbæra orðinu í titli (sleppa t.d. The og A) 

Ef heimildaskrá inniheldur einnig verk með sama höfundi en einnig samhöfundum. Raðast þau þar á eftir í stafrófsröð eftir næsta samhöfundi. Og ef fleiri verk eru eftir þau á einnig að raða þau í tímaröð (elsa fyrst) og síðan í stafrófsröð eftir titli ef fleiri en eitt verk eru útgefin sama ár eftir báða höfunda (sjá dæmi).

  Dæmi - sami höfundur með fleiri en eitt verk í heimildaskránni og verk með samhöfundi:

Hart HLA, Law, Liberty and Morality (OUP 1963)

— — Varieties of Responsibility (1967) 83 LQR 346

— — Punishment and Responsibility (OUP 1968)

— — og Honoré AM, Causation in the Law (1956) 72 LQR 58, 260, 398

— — og Honoré AM, Causation in the Law (2. útg., OUP 1985)

 

Höfundalaus verk skulu skráð eftir atvikum undir nafni stofnunar, fyrirtækis eða undir titli verks. 

Bréf, tölvuskeyti, viðtöl og aðrar sambærilegar heimildir raðast undir nafni sendanda eða viðmælanda þegar skrifað er á íslensku.

Athuga sleppa skal punkti í lok hverrar heimildar í heimildaskrá.

Dæmi - heimildaskrá:


 

Sjá nánar í Oscola 4. útg., bls. 11-12, kafla 1.7

Gera skal skrár yfir lög, reglugerðir, lögskýringargögn, þjóðréttarsamninga, dóma, úrskurði, ákvarðanir og álit opinberra úrlausnaraðila, skjöl Sameinuðu þjóðanna, ESB gögn og annarra frumheimilda sem vísað er til í ritgerð

Skrárnar eiga að vera í þeirri röð sem talin er upp hér að ofan

Frumheimildaskrár eiga að vera milli efnisyfirlits og mynda- og töfluskrá (ef við á), og meginmáls.

Í skrám nægir að geta um viðkomandi heimildir skv. grunnþætti tilvísana, sem þýðir að heimilda er getið með einföldum hætti og staðsetning innan heimilda/pinpoint (t.d. gr., mgr., blaðsíðutal) er sleppt sem og punkti í lok tilvísunnar.

Sérstaka skrá skal gera fyrir hvert lögsagnarumdæmi eða hvern dómstól eða úrlausnaraðila. Ef aðeins er vísað til fárra slíkra heimilda er þó heimilt að hafa þær saman í einni skrá, hugsanlega kaflaskiptri.

Röð heimilda innan skráa skal yfirleitt vera í stafrófsröð. Nemendur eiga val um tvenns konar tilvísanahátt þegar vísað er til íslenskra dóma, úrskurða, ákvarðana og álita. Velji þeir tilvísanahátt sem lætur aðila máls eða heitis máls ógetið, skal röð heimilda innan skráa (fyrir hvern dómstól) styðjast við tímaröð, þar sem elsta árið raðast fyrst.

Lög og reglugerðir raðast í stafrófsröð en Alþingistíðindi í tímaröð, elsta árið raðast fyrst.

Sjá nánar í Verklagsreglur reglur og leiðbeiningar um BA/ML ritgerðir og í Oscola 4 útg. bls. 10-11 kafli 1.6.2

Dæmi um frumheimildaskrár:

 

Ef Zotero er notað fyrir afleiddar- og frumheimildir þarf að færa frumheimildirnar úr heimildaskránni.

Þegar smellt er á Add/Edit bibliography í Word tekur Zotero allar heimildir sem vísað hefur verið til í verkefninu og setur upp heimildaskrá. 

Frumheimildir flokkast saman eftir item type og raðast neðst í heimildaskránni. Þær þarf að afrita og færa fremst í ritgerð í skrá fyrir frumheimildir, en frumheimildaskrá á að vera á undan meginmáli, skv.: Verklagsreglur og leiðbeiningar um BA/ML ritgerðir (sjá í Canvas).

Ef heimildum er eytt handvirkt úr Word setur Zotero þær aftur inn þar sem vísað er til þeirra í verkefninu. Nauðsynlegt er að eyða frumheimildunum handvirkt skv. eftirfarandi leiðbeiningum:

Þegar búið er að afrita og vista frumheimildirnar er tvísmellt á heimildaskrána svo hún verður grá

Smellið því næst á Add/Edit bibliography hnappinn í Word 

Þá opnast heimildaskráin í Zotero og hægt er að merkja frumheimildirnar og ýta á örina til að fjarlægja og að lokum er ýtt á OK

Og eftir standa þá einungis afleiddar heimildir í heimildaskránni: