Skip to Main Content

Oscola staðall

Oxford Standard for the Citation of Legal Authorities

Vefsíður og blogg

Þegar ekkert annað snið í Oscola á við skal fylgja leiðbeiningunum Aðrar afleiddar heimildir fyrir vefsíður og blogg.

Sjá nánar í Oscola 4. útg. bls. 42, kafli 3.4.8

Ef enginn höfundur er tilgreindur hefst tilvitnun á titli vefsíðunnar, en munið að gæta samræmis í verkefninu. Athugið að stofnun/fyrirtæki getur við höfundur og útgefandi. Ef enginn dagsetning er uppgefin á vefsíðunni/blogginu skal einungis skrá hvenær skoðað.

Pinpoint, nákvæm staðsetning á vefsíðu t.d kafli, dálkur, málsgrein, skal skrá ef við á t.d. ef mikið efni er á vefsíðunni.

Meginregla vefsíða (án höfundar):
Titill | (Útgefandi | full dagsetning) vefslóð hvenær skoðað
Sjá nánar í Oscola 4. útg. bls. 42, 3.4.8

 

Dæmi - vefsíða án höfundar:
Neðanmálsgrein m/pinpoint:
„Hraðakstur á Kringlumýrarbraut í Reykjavík“ (Lögreglan, 24. september 2021) mgr. 1 <https://www.logreglan.is/hradakstur-a-kringlumyrarbraut-i-reykjavik-57/> skoðað 28. september 2021.
Heimildaskrá:
„Hraðakstur á Kringlumýrarbraut í Reykjavík“ (Lögreglan, 24. september 2021) <https://www.logreglan.is/hradakstur-a-kringlumyrarbraut-i-reykjavik-57/> skoðað 28. september 2021.

 

Meginregla vefsíða (með höfundi):
Höfundur | Titill | (Útgefandi | full dagsetning) vefslóð hvenær skoðað
Sjá nánar í Oscola 4. útg. bls. 42, 3.4.8

 

Dæmi - vefsíða með höfundi (stofnun):
Neðanmálsgrein m/pinpoint:
Heilbrigðisráðuneytið, „Covid-19: Breyttar reglur um takmarkanir á landamærunum 1. október“ (Stjórnarráð Íslands, 28. september 2021) mgr. 1 <https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/09/28/COVID-19-Breyttar-krofur-um-PCR-prof-a-landamaerunum-1.-oktober/> skoðað 28. september 2021.
Heimildaskrá:
Heilbrigðisráðuneytið, „Covid-19: Breyttar reglur um takmarkanir á landamærunum 1. október“ (Stjórnarráð Íslands, 28. september 2021) <https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/09/28/COVID-19-Breyttar-krofur-um-PCR-prof-a-landamaerunum-1.-oktober/> skoðað 28. september 2021

 

Zotero - Vefsíður

Samkvæmt Verklagsreglum og leiðbeiningum um lokaverkefni (3.10) ráðið þið hvort þið skráið t.d. skýrslur og vefsíður undir stofnun/fyrirtæki eða titli. Munið bara að gæta samræmis í ritgerð.

ATH. muninn á Title og Website Title. Title er titillinn á þeirri stöku síðu sem verið er að vísa í. Website Title er heitið á vefnum sem þessi síða er partur af. Það þarf alltaf að slá inn Website Title og er heitið yfirleitt að finna efst uppi í vinstra horni (þ.e.a.s. lógóið á vefsíðunni). 

Á ensku eiga titlar (t.d. tímaritsgreina, tímarita, bókakafla, bóka, skýrslna) að vera með stóran staf skv. enskri málvenju. Ef ritið er á íslensku eiga allir bókstafir að vera litlir nema upphafsstafur og upphaffsstafur undirtitils (þ.e. fyrsti stafur eftir :).

Meginregla - vefur án höfundar:

undefined

Dæmi um vef án höfundar:
Neðanmálsgrein m/pinpoint:
„CRD IV“ (Fjármálaeftirlitið, 26. ágúst 2014) Hver er munurinn á Basel III og CRD IV?, mgr. 2 <http://www.fme.is/eftirlitsstarfsemi/crd-iv/> skoðað 21. nóvember 2014.
Hér vísar pinpointið á kaflaheitið á (vefnum): - Hver er munurinn á Basel III og CRD IV? og mgr. 2 innan þess kafla.  Það er skráð í Page gluggann í Zotero.
Heimildaskrá:
„CRD IV“ (Fjármálaeftirlitið, 26. ágúst 2014) <http://www.fme.is/eftirlitsstarfsemi/crd-iv/> skoðað 21. nóvember 2014

 

Meginregla - vefur með höfundi:

Dæmi um vef með höfundi:
Neðanmálsgrein m/pinpoint:
Fjármálaeftirlitið, „CRD IV“ (Fjármálaeftirlitið, 26. ágúst 2014) Hver er munurinn á Basel III og CRD IV?, mgr. 2 <http://www.fme.is/eftirlitsstarfsemi/crd-iv/> skoðað 21. nóvember 2014.
Hér vísar pinpointið á kaflaheitið á (vefnum): Hver er munurinn á Basel III og CRD IV?, og mgr. 2 innan þess kafla. Það er skráð í Page gluggann í Zotero.
Heimildaskrá:
Fjármálaeftirlitið, „CRD IV“ (Fjármálaeftirlitið, 26. ágúst 2014) <http://www.fme.is/eftirlitsstarfsemi/crd-iv/> skoðað 21. nóvember 2014

Þegar ekkert annað format í Oscola á við skal fylgja leiðbeiningunum Aðrar afleiddar heimildir fyrir bloggsíðu.

Sjá nánar í Oscola 4. útg. bls. 42, kafli 3.4.8

Ef enginn höfundur er tilgreindur hefst tilvitnun á titli. Ef enginn dagsetning er uppgefin á blogginu skal einungis skrá hvenær skoðað.

Pinpoint, nákvæm staðsetning á bloggsíðu t.d kafli, dálkur, málsgrein, skal skrá ef við á.

Dæmi - blogg með höfundi
Neðanmálsgrein m/pinpoint:
Egill Helgason, „Ekki þarflaust“ (Silfur Egils, 13. september 2011) kafli 2, málsgr. 1 <http://silfuregils.eyjan.is/2011/09/13/ekki-tharflaust/> skoðað 30. desember 2011.
Heimildaskrá:
Egill Helgason, „Ekki þarflaust“ (Silfur Egils, 13. september 2011) <http://silfuregils.eyjan.is/2011/09/13/ekki-tharflaust/> skoðað 30. desember 2011

 

Zotero - Blogg

Á ensku eiga titlar (t.d. tímaritsgreina, tímarita, bókakafla, bóka, skýrslna) að vera með stóran staf skv. enskri málvenju. Ef ritið er á íslensku eiga allir bókstafir að vera litlir nema upphafsstafur og upphaffsstafur undirtitils (þ.e. fyrsti stafur eftir :).

Meginregla: