Skip to Main Content

Oscola staðall

Oxford Standard for the Citation of Legal Authorities

Bækur

Ef heimild inniheldur ISBN númer skal skrá hana sem bók. Athuga þó að eldri bækur (fyrir 1800) hafa ekki ISBN.

Ef bók er einungis gefin út rafræn skal skrá vefslóð hennar og hvenær sótt, (sjá dæmi hér fyrir neðan). Sé rafræna bókin einnig gefin út á prenti skal skrá hana sem prentaða bók, jafnvel þótt að rafræna útgáfan sé notuð.

Upplýsingar um hversu marga höfunda/ritstjóra/þýðendur skal skrá eru að finna undir: Höfundar

Ef bók með höfundi tilgreinir einnig ritstjóra/þýðanda/myndskreytir á kápu eða titilsíðu skal skrá þá einnig og birtast þá nöfn þeirra innan svigans fyrir framan útgefanda. Sjá dæmi í kaflanum Ritstýrðar bækur.

Prentaðar bækur:

Meginregla:
Höfundur, | Titill: Undirtitill | (aukaupplýsingar, | útg., | Útgefandi | ár)
Sjá nánar í Oscola 4. útg. bls. 34-35.

 

Dæmi um bók skrifuð á íslensku:
Neðanmálsgrein m/pinpoint:
Páll Sigurðsson, Samningaréttur: Yfirlit um meginreglur íslensks samningsréttar (Orator 1987) 45.
Heimildaskrá:
Páll Sigurðsson, Samningaréttur: Yfirlit um meginreglur íslensks samningsréttar (Orator 1987)

 

Dæmi um bók skrifuð á ensku:
Neðanmálsgrein m/pinpoint:
Poul Craig og Gráinne De Búrca, EU Law: Text, Cases, and Materials (4. útg., Oxford University Press 2008) 227.
Heimildaskrá:
Craig P og De Búrca G, EU Law: Text, Cases, and Materials (4. útg., Oxford University Press 2008)
Sjá nánar í Oscola 4. útgáfu bls. 34

 

Dæmi um bók m/höfund og ritstjóra:
Neðanmálsgrein m/pinpoint:
HLA Hart, Punishment and Responsibility: Essays in the Philosophy of Law ( John Gardner ritstj., 2. útg., OUP 2008) 3.
Heimildaskrá:
H
art HLA, Punishment and Responsibility: Essays in the Philosophy of Law ( John Gardner ritstj., 2. útg., OUP 2008)

 

Rafbækur:

Ef rafbók er einnig gefin út í prenti skal skrá hana sem prentaða bók.
Dæmi um rafbók (án blaðsíðunúmera):  
Neðanmálsgrein m/pinpoint:
Jill E Martin, Hanbury & Martin Modern Equity (19. útg., Kindle útg., Sweet & Maxwell 2012) kafli 1, hluti 2E, 1-008, texti fyrir ofan n. 24.
Heimildaskrá:
Martin JE, Hanbury & Martin Modern Equity (19. útg., Kindle útg., Sweet & Maxwell 2012)
Sjá nánar um rafbækur í Oscola FAQs

 

Zotero - Bækur

Ef einhverjar upplýsingar sem eiga að vera vantar í heimildina er þeim sviðum sleppt.

Rafbók á að skrá í Zotero eins og um prentaða bók sé að ræða, fyrir utan pinpoint sem getur verið skráð á ýmsa vegu ef ekkert blaðsíðutal er í rafbókinni (t.d. kafli 1, málsgr. 4.) og skráist það í page sviðið eins og venjulega.

Á ensku eiga titlar (t.d. tímaritsgreina, tímarita, bókakafla, bóka, skýrslna) að vera með stóran staf skv. enskri málvenju. Ef ritið er á íslensku eiga allir bókstafir að vera litlir nema upphafsstafur og upphafsstafur undirtitils (þ.e. fyrsti stafur eftir :).

Smella á + merkið til að bæta við höfundi /-um. Til þess að Zotero fari rétt með höfunda í tilvísunum verður hver og einn höfundur að fá sína eigin línu. Passa þarf að nöfn höfunda fari rétt inn. Boðið er upp á tvær leiðir til að skrá höfunda: "last name"/"first name" (two fields) eða "full name" (single field). Til þess að fá upp þann möguleika sem við á þarf að smella á kassann /-ana aftan við nafn höfundar. Þar er hægt að skipta á milli "last name"/"first name" og "full name". 

Meginregla:

Dæmi - bók skrifuð á íslensku:

Dæmi um bók skrifuð á íslensku:
Neðanmálsgrein m/pinpoint:
Páll Sigurðsson, Samningaréttur: Yfirlit um meginreglur íslensks samningsréttar (Orator 1987) 45.
Heimildaskrá:
Páll Sigurðsson, Samningaréttur: Yfirlit um meginreglur íslensks samningsréttar (Orator 1987) 

 

Dæmi - bók skrifuð á ensku:

 

Dæmi um bók skrifuð á ensku:
Neðanmálsgrein m/pinpoint:
Paul P. Craig og Gráinne De Búrca, EU Law: Text, Cases, and Materials (4. útg., Oxford University Press 2008) 227.
Heimildaskrá:

Craig PP og Búrca GD, EU Law: Text, Cases, and Materials (4. útg., Oxford University Press 2015)

Ef heimild inniheldur ISBN númer skal skrá hana sem bók. Athuga þó að eldri bækur (fyrir 1800) hafa ekki ISBN.

Ef bók er einungis gefin út rafræn skal skrá vefslóð hennar og hvenær sótt, (sjá dæmi hér fyrir neðan). Sé rafræna bókin einnig gefin út á prenti skal skrá hana sem prentaða bók, jafnvel þótt að rafræna útgáfan sé notuð.

Upplýsingar um hversu marga höfunda/ritstjóra/þýðendur/myndskreytara skal skrá eru að finna undir kaflanum Höfundar

Meginregla ritstýrð bók:
Ritstjóri, | Titill: Undirtitill | (aukaupplýsingar, | útgáfa, | Útgefandi | ár
Meginregla ritstýrð bók með höfundi:
Höfundur, | Titill: Undirtitill | (Ritstjóri/aukaupplýsingar, | útgáfa, | Útgefandi | ár
Sjá nánar í Oscola 4. útg. bls. 35.

Dæmi - ritstýrð bók:
Neðanmálsgrein m/pinpoint:
Jeremy Horder (ritstj.), Oxford Essays in Jurisprudence: Fourth Series (OUP 2000), 32-33.
Heimildaskrá:
Horder J (ritstj.),
Oxford Essays in Jurisprudence: Fourth Series  (OUP 2000)

 

 Dæmi - ritstýrð bók með höfundi:

Neðanmálsgrein m/pinpoint:

Ágúst Karl Guðmundsson, Milliverðlagning (Viðar Már Matthíasson ritstj., Lagastofnun Háskóla Íslands 2006) 12.

Heimildaskrá:

Ágúst Karl Guðmundsson, Milliverðlagning (Viðar Már Matthíasson ritstj., Lagastofnun Háskóla Íslands 2006)

Zotero - Ritstýrðar bækur

Ef einhverjar upplýsingar sem eiga að vera vantar á heimildinni er þeim sviðum sleppt.

Á ensku eiga titlar (t.d. tímaritsgreina, tímarita, bókakafla, bóka, skýrslna) að vera með stóran staf skv. enskri málvenju. Ef ritið er á íslensku eiga allir bókstafir að vera litlir nema upphafsstafur og upphaffsstafur undirtitils (þ.e. fyrsti stafur eftir :).

Meginregla:

Í felliglugganum þarf að breyta “Author” í ritstjóra “Editor”

Dæmi:

Dæmi:

Neðanmálsgrein:
Páll Sigurðsson o.fl. (ritstj.), Lögfræðiorðabók: með skýringum (Codex: Lagastofnun Háskóla Íslands 2008).

Heimildaskrá:
Páll Sigurðsson o.fl. (ritstj.), Lögfræðiorðabók: með skýringum (Codex: Lagastofnun Háskóla Íslands 2008)

 

Ef heimild inniheldur ISBN númer skal skrá hana sem bók. Athuga þó að eldri bækur (fyrrir 1800) hafa ekki ISBN.

Ef bók er einungis gefin út rafræn skal skrá vefslóð hennar og hvenær sótt, (sjá dæmi hér fyrir neðan). Sé rafræna bókin einnig gefin út á prenti skal skrá hana sem prentaða bók, jafnvel þótt að rafræna útgáfan sé notuð.

Upplýsingar um hversu marga höfunda/ritstjóra/þýðendur skal skrá eru að finna undir kaflanum Höfundar

Meginregla:
Höfundur, | „Titill“ | í ritstjóri (ritstj.), | Titill bókarinnar | (aukaupplýsingar, | Útgefandi | ár)
Sjá nánar í Oscola 4. útg. bls. 35.

Dæmi:
Neðanmálsgrein m/pinpoint:
Guðmundur Sigurðsson og Ragnhildur Helgadóttir, „Slysabætur almannatrygginga - opinber réttur - einkaréttarleg sjónarmið“ í Pétur Kr. Hafstein (ritstj.), Guðrúnarbók. Afmælisrit til heiðurs Guðrúnu Erlendsdóttur 3. maí 2006 (Hið íslenska bókmenntafélag 2006) 214.
Heimildaskrá:
Guðmundur Sigurðsson og Ragnhildur Helgadóttir, „Slysabætur almannatrygginga - opinber réttur - einkaréttarleg sjónarmið“ í Pétur Kr. Hafstein (ritstj.), Guðrúnarbók. Afmælisrit til heiðurs Guðrúnu Erlendsdóttur 3. maí 2006 (Hið íslenska bókmenntafélag 2006)

 

Zotero - Kaflar í ritstýrðum bókum

Ef einhverjar upplýsingar sem eiga að vera vantar í heimildina er þeim sviðum sleppt.

Á ensku eiga titlar (t.d. tímaritsgreina, tímarita, bókakafla, bóka, skýrslna) að vera með stóran staf skv. enskri málvenju. Ef ritið er á íslensku eiga allir bókstafir að vera litlir nema upphafsstafur og upphaffsstafur undirtitils (þ.e. fyrsti stafur eftir :).

Meginregla:

Dæmi:

Dæmi:
Neðanmálsgrein m/pinpoint:
Davíð Þór Björgvinsson, „Alþjóðaskuldbindingar um vernd barna gegn kynferðisofbeldi“ í Svala Ísfeld Ólafsdóttir (ritstj.), Hinn launhelgi glæpur: Kynferðisbrot gegn börnum (Háskólaútgáfan 2011) 14.

Heimildaskrá:
Davíð Þór Björgvinsson, „Alþjóðaskuldbindingar um vernd barna gegn kynferðisofbeldi“ í Svala Ísfeld Ólafsdóttir (ritstj.), Hinn launhelgi glæpur: Kynferðisbrot gegn börnum (Háskólaútgáfan 2011)

undefined

Aðeins skal skrifa tölustaf í Edition. Ekki skrifa útg., ed, eða annað því um líkt. Zotero sér um að fylla inn á eftir það sem við á.

Sé útgáfa t.d. aukin og endurbætt útgáfa, revised edition eða eitthvað annað sem ekki er bara tölustafur, skal rita það í staðinn fyrir tölustaf eða með tölustaf.

Dæmi:
Heimildaskrá:
Björn Þ. Guðmundsson, Lögbókin þín (endurskoðun 1. útg.: Björn Þ. Guðmundsson og Stefán Már Stefánsson, Örn og Örlygur 1989)
Páll Sigurðsson, Barbara Björnsdóttir og Hulda Guðný Kjartansdóttir (ritstj.), Lögfræðiorðabók með skýringum (3. útg., Bókaútgáfan CODEX : Lagastofnun Háskóla Íslands 2008)