Vísa skal í alþjóðlega þjóðréttarsamninga í opinbera útgáfuröð þeirra t.d. UNTS (United Nations Treaty Series), CTS (Consolidated Treaty Series) eða LNTS (League of Nations Treaty Series). Ef það er ekki mögulegt skal vísa í opinbera útgáfuröð aðildarríkjana: t.d. UKTS (UK Treaty Series), ATS (Australian Treaty Series). Alltaf er val um að vísa einnig í Stjórnartíðindi C deild ef það er kostur, sjá kaflann Íslenskar frumheimildir.
Sjá nánar í Oscola 2006: Citing International Law Sources Section, bls. 25-27, kafli 1 International treaties
Í fyrstu tilvísun skal taka fram styttra heiti/gælunafn samnings í sviga á eftir titli og á undan pinpoint. Höfundar geta búið til sín eigin gælunöfn fyrir samninga. Dagsetning er yfirleitt ekki skráð fyrir Evrópska þjóðréttarsamninga þar sem þeim hefur oft verið breytt nokkrum sinnum. Ef dagsetning er hluti af titli skal þó skrá hana og eins ef það er nauðsynlegt v/skýrleika.
Sjá nánar í Oscola 2006: Citing International Law Sources Section, bls. 27-28, kafli a) European treaties
Hér skal fylgja eins og kostur er sömu leiðbeiningum og fyrir þjóðréttarsamninga Sameinuðu þjóðanna. Sum lönd hafa sína eigin ritröð fyrir birtingu þjóðréttarsamninga t.d. Organization of American States Treaty Series (OAS Treaty Series), en ef þeir eru útgefnir í UNTS, LNTS eða ILM skal vísa til þeirra þar.
Sjá nánar í Oscola 2006: Citing International Law Sources Section, bls.28, kafli b Other regional treaties
Vísið til ritraðar International Court of Justice ICJ (Reports of Judgements, Advisory Opinions and Orders) ef kostur er. Skjöl tengd málum eins og skriflegur málflutningur og munnleg röksemdarfærsla eru útgefin eftir ákvörðun í ritröð er nefnist Pleadings, Oral Arguments, Documents á ensku og frönsku. Ef heimildin hefur ekki verið útgefin í ritöðunum vísið í vefsíðu ICJ og tilgreinið hvenær skoðað.
The Permanent Court of International Justice (PCIJ) er forveri ICJ og var starfræktur frá 1922-1945. Ákvarðanir og álit PCIJ eru útgefin í opinberri ritröð PCIJ. Ýmis önnur gögn dómstólsins sem ekki eru útgefin í ritröðinni eru aðgengileg á vefsíðu ICJ og skal vísa í þau þar og tilgreina hvenær skoðað.
Vísið í heiti dóms eins og hann birtist í ritröð ICJ, í sumum tilvikum birtist orðið Case fremst í titli, ef skrifað er á íslensku skal í slíkum tilvikum skrifa Mál.
Sjá nánar í Oscola 2006: Citing International Law Sources Section, bls. 28-29, kafli 1.
The International Law Reports (ILR) hefur verið útgefið frá 1919 en undir mismunandi titlum: 1919 - 1932 (árg. 1-6) hét það Annual Digest of Public International Law Cases, 1933-1949 (árg. 7-16) Annual Digest and Reports of Public International Law Cases og frá 1950- (árg. 17-) undir núverandi titli ILR.
Aðrar helstu heimildir alþjóðlegra ákvarðana eru: International Legal Materials (ILM), International and Comparative Law Quarterly (ICLQ) og Reports of International Arbitral Awards (RIAA).
a) International Criminal Tribunals for the former Yugoslavia and Rwanda:
Ákvarðanir dómstólanna International Criminal Tribunals for the former Yugoslavia and Rwanda eru útgefnar í mismunandi ritröðum. En vísa skal til ICTY og ICTR ef kostur er. Tilvísun í ICTY og ICTR inniheldur málsaðila, (tegund ákvörðunar), ICTY/ICTR, ár, númer og dagsetningu. Einnig er mögulegt að vísa í International Legal Materials (ILM) eða International Human Rights Reports (Intl. Human Rights Rep). En þá endar tilvísunin á árg. - skammstafaður titill ritraðar - upphafsblaðsíða ákvörðunar.
b) Nuremberg Tribunal:
Ákvarðanir Nuremberg Tribunal eru útgefnar í the American Journal of International Law:
c) International Tribunal for the Law of the Sea (ITLOS):
Vísið í ritröðina: Reports of Judgements, Advisory Opinions and Orders eins og við á sjá á vefsíðunni itlos.org. Þar er einnig að finna aðrar tegundir heimilda ITLOS eins og ályktanir og samninga.
d) World Trade Organization (WTO/GATT) ákvarðanir:
Tvær leiðir eru mögulegar til að vísa í WTO ákvarðanir:
Fyrir GATT ákvarðanir skal vísa í Basic Instruments and Selected Documents (BISD) þegar mögulegt er. Í dæminu hér fyrir neðan þýðir 3S þriðji viðauki og 81 er fyrsta blaðsíðan. BISD er að finna í Butterworth's Lexis og Westlaw.
e) International Labour Organization (ILO) recommendations
ILO gefur út ýmis gögn er varða alþjóðalög um vinnulöggjöf, þ.á.m. tilmæli, frumvörp, skýrslur, ályktanir frá the Committee on Freedom of Association og athugasemdir frá the Committee of Experts on the Application of Conventions and Recommendations, meðal annarra.
f) Permanent Court of Arbitration
PCA gefur út úrskurði sína í Scott (ritstj.) Hague Court Reports (1916, 1932). Aðrir úrskurðir eru gefnir út í Moore History and Digest of the International Arbitrations to which the United States has been a Party (1898) 6 árg. Allar með sína eigin tilvísunar reglur.
g) Iran-United States of America Claims Tribunal
Starrett Housing Corporation g. Iran (1983) 4 Iran-USCTR 122
h) Inter-American Court of Human Rights
Útgefið efni IACHR má finna the Inter-American Court of Human Rights ritröð A–E. Dómar og ákvarðanir eru í ritröð C. Sjá vefsíðu IACHR (http://www.corteidh.or.cr) eða vefsíðu the University of Minnesota Human Rights Library (http://hrlibrary.umn.edu/).
Sjá nánar í Oscola 2006: Citing International Law Sources Section bls. 29-32.
Sameinuðu þjóðirnar:
Þegar vísað er í skjöl aðalstofnanna Sameinuðu þjóðanna á tilvísun að innihalda númer skjals, stofnun SÞ sem ber ábyrgð á skjalinu og hvers konar skjal um er að ræða. Ekki er nauðsynlegt að vísa í Security Council Official Records (UNSCOR) eða General Assembly Official Records (GAOR). Eftir fyrstu tilvísun á að stytta United Nations í UN; UN Security Council í UNSC, UN General Assembly í UNGA og Resolution í Res. En hins vegar er mælt með því að vísa í fullt heiti stofnana SÞ sem ekki eru vel þekktar eða mjög sérhæfðar. Ekki á að vísa í titla ályktana (resolutions), nema það sé nauðsynlegt vegna skýrleika. Nánari leiðbeiningar má finna í UN Documents Resource Guide (https://research.un.org/en/docs).
Meginregla tilvísana: Höfundur/stofnun - titill - dagsetning (samþykkt) - UN númer
Ef skjalið er gefið út sem bók og hefur ISBN nr. á titillinn að vera skáletraður og þá má sleppa UN númerinu. Fyrsta tilvísun á að innihalda óstytt heiti höfundar/stofnunnar.
Sjá leiðbeiningar og dæmi fyrir: Regional Bodies Documents, International Yearbooks, Collected Courses of The Hauge Academy of International Law, International Law Association, International Law Digests í Oscola 2006: Citing International Law Sources Section, bls. 36-37.