Skip to Main Content

Oscola staðall

Oxford Standard for the Citation of Legal Authorities

Stóra Bretland, ESB, Evrópudómstóllinn, Mannréttindadómstóll Evrópu

Fjallað er ítarlega um réttarheimildir Stóra Bretlands (England, Skotland, Wales og Norður-Írland) í Oscola 4. útg. bls. 13 - 28, kafli. 2.1 - 2.6.

Ef skrifað er á íslensku skal einungis þýða: case, versus, og pinpoint eins og para, art, ch., note.

Sjá kaflann hér fyrir ofan Skrifað á íslensku en þar er einnig að finna þýðingartöflu sem gott er að styðjast við.

Opinberar tilkynningar ESB eru birtar í the Official Journal (OJ), Stjórnartíðindum ESB.

Tilvísun í OJ skal vera í eftirfarandi röð: ár, OJ ritröð, númer/bls.

OJ kom fyrst út 1952 sem ein ritröð A. Frá 1968 hefur OJ verið gefið út sem tvær aðskildar ritraðir L – lagasetningar ESB og C – upplýsingar og tilkynningar.

Þessi kafli byggir á Oscola 4. útg. kafli 2.6 bls. 28-29 og uppfærðum upplýsingum í Oscola FQA

Grunnþættir tilvísunar í OJ:
Titill | [ár] | OJ ritröð | tölublað/fyrsta bls.

 

Dæmi - lagasetning:
Protocol to the Agreement on the Member States that do not fully apply the Schengen acquis—Joint Declarations [2007] OJ L129/35.

Dæmi - lagasetning m/pinpoint:

Protocol to the Agreement on the Member States that do not fully apply the Schengen acquis—Joint Declarations [2007] OJ L129/35, mgr. 2.

 

Dæmi - auglýsing/tilkynning:
Consolidated Version of the Treaty on European Union [2008] OJ C115/13.
Dæmi - auglýsing/tilkynning m/pinpoint:
Consolidated Version of the Treaty on European Union [2008] OJ C115/13, 4. gr., mgr. 2.

 

Tilvísun í reglugerðir, tilskipanir, ákvarðanir, meðmæli og álit í OJ inniheldur: tegund lagasetningar, númer, titil og að lokum upplýsingar um birtingu í OJ. 

Athugið að gögn útgefin eftir 1. janúar 2015 innihalda einstakt raðnúmer sem skal skrá, sjá upplýsingar neðar á síðunni.

Árið birtist á undan í númeri tilskipana, en í reglugerðum kemur árið á eftir númerinu.

 Grunnþættir tilvísunar í reglugerðir, tilskipanir, ákvarðanir, meðmæli og álit í OJ fyrir 1. janúar 2015:
Tegund lagasetningar | númer | Titill | [ár] | OJ Ltölublað/fyrsta bls.

 

Dæmi - tilskipun:
Council Directive 2002/60/EC of 27 June 2002 laying down specific provisions for the control of African swine fever and amending Directive 92/119/EEC as regards Teschen disease and African swine fever [2002] OJ L192/27.
Dæmi - tilskipun m/pinpoint:
Council Directive 2002/60/EC of 27 June 2002 laying down specific provisions for the control of African swine fever and amending Directive 92/119/EEC as regards Teschen disease and African swine fever [2002] OJ L192/27, 3 gr., mgr. 2.

 

Dæmi - reglugerð:
Council Regulation (EC) 1984/2003 of 8 April 2003 introducing a system for the statistical monitoring of trade in bluefin tuna, swordfish and big eye tuna within the Community [2003] OJ L295/1.
Dæmi - reglugerð m/pinpoint:
Council Regulation (EC) 1984/2003 of 8 April 2003 introducing a system for the statistical monitoring of trade in bluefin tuna, swordfish and big eye tuna within the Community [2003] OJ L295/1, 3 gr.

ESB gögn (reglugerðir, tilvísanir, ákvarðanir og álit) útgefin eftir 1. janúar 2015 fá einstakt raðnúmer sem inniheldur stofnun ár/nr og skal nota það við skráningu, sjá nánar í Oscola FQA:

Dæmi - reglugerð útgefin eftir 1. janúar 2015:
Council Regulation (EU) 2015/159 of 27 January 2015 amending Regulation (EC) No 2532/98 concerning the powers of the European Central Bank to impose sanctions [2015] OJ L27/1
Dæmi - ákvörðun útgefin eftir 1. janúar 2015:
Council Decision (CFSP) 2015/236 of 12 february 2015 amending Decision 2010/413/CFSP concerning restrictive measures against Iran [2015] OJ L39/18

 

Eldri EU gögn útgefin 1952 til 1972, fyrir tilvist ensku útgáfunnar af OJ, skal vísa í the Special Edition OJ sé þess kostur.

Dæmi - OJ Special Edition:
Council Regulation (EEC) 1017/68 applying rules of competition to transport by rail, road and inland waterway [1968] OJ Spec Ed 302.

 

Hlutverk Evrópudómstólsins er að: trygga að löggjöf Evrópu-sambandsins sé fylgt og sáttmálarnir séu rétt túlkaðir og útfærðir.

Court of Justice dæmir í málum sem lúta að brotum á ákvæðum sáttmálanna - merkt með bókstafnum C síðan númer og ár t.d. C-408/01

General Court  (undirréttur) sinnir málum einstaklinga og málum um óheilbrigða samkeppni milli fyrirtækja - merkt með bókstafnum T síðan númer og ár, t.d. T-110/07. Ákvörðunum undirréttarins (General Court) getur verið áfrýjað til Court of Justice.

Civil Service Tribunal er dómstóll opinberra starfsmanna í Evrópusambandinu stofnað 2005 en var fellt undir General Court 1. sept. 2016 - merkt með bókstafnum F síðan númer og ár t.d. F-16/05

Dóma Evrópudómstólsins og skráningarupplýsingar má finna á Curia

Grunnþættir tilvísunar í dóma Evrópudómstólsins:
Máls númer | Heiti máls | [ár] | stytt heiti útgáfurits | fyrsta bls.

 

Þegar mögulegt er skal vísa til dóma í opinberum útgáfum þess.

ECJ mál eru gefin út í ECR I– og GC mál eru gefin út í ECR II–. Fyrsta blaðsíða dómsins kemur beint á eftir bandstrikinu, dæmi: ECR 1-7879.

Dæmi - útgefin dómur í ECR m/pinpoint:
Mál C176/03 Commission g. Council  [2005] ECR I7879, mgr. 4748.

 

Breytingar á tilvísunum í dóma og réttarheimildir ESB:

Ritstjórn Oscola er að uppfæra Oscola 4. útg. og mun í 5. útgáfunni verða fjallað um breytingar á skráningu dóma Evrópudómstólsins. Þangað til 5. útgáfan kemur út skal fylgja leiðbeiningum í uppfærðri Oscola Q&A en þar er höfundum bent á að nota ECLI númerið þegar vísað er í mál Evrópudómstólsins. ECLI númerið er hægt að finna á CURIA. Það skal skrá á eftir heiti máls og á undan ári.

Dæmi - Mál með ECLI nr.:
Mál C-176/03 Commission g. Council EU:C:2005:542, [2005] ECR I-7879.

 

Ef dómur er óútgefin á að nota ECLI auðkennið frekar en að vísa í hann í tilkynningu OJ eða með því að skrá dómstólinn og dagsetningu dómsins eins og fram kemur í Oscola 4 útg. bls. 30. En það eru úreldar upplýsingar sem verður breytt í 5. útgáfunni, sjá nánar um ECLI í Oscola FAQ

Hægt er að finna ECLI auðkennið í Curia  

Dæmi - óútgefin dómur:
Mál C-542/09 Commission g. the Netherlands EU:C:2012:346.

 

Þegar vísað er í álit frá the Advocate General, bætið við álit frá AG + eftirnafn á undan pinpoint

Dæmi - álit frá Advocate General m/pinpoint:
Mál C–411/05 Palacios de la Villa g. Cortefiel Servicios SA [2007] ECR I–8531, Álit frá AG Mazák, mgr. 79–100.

 

Ákvarðanir Evrópuráðsins er varða samkeppnislög og samruna skal skrá eins og mál. Fyrst koma málsaðilar (eða þekkt stytt heiti máls) skáletrað, síðan málsnúmer í sviga, númer ákvörðunar sé það þekkt, ár og loks OJ Lnúmer og fyrsta bls.

Grunnþættir tilvísunar í ákvarðanir Evrópuráðsins:
Málsaðilar / eða stytt heiti máls | (máls númer) | númer ákvörðunar  |  [ár] | OJ Lnúmer/fyrsta bls.

 

Dæmi - ákvörðun Evrópuráðsins (stytt heiti):
Alcatel/Telettra (Mál IV/M.042) Commission Decision 91/251/EEC [1991] OJ L122/48

 

Dæmi - ákvörðun Evrópuráðsins (málsaðilar) m/pinpoint:
Georg Verkehrsorgani g. Ferrovie dello Stato (Mál COMP/37.685) Commission Decision 2004/33/EC [2004] OJ L11/17, 18.

 

Þessi kafli byggir á Oscola 4. útg., kafli 2.6.2-2.6.3, bls. 30-31 og uppfærðum leiðbeiningum í Oscola FAQ

Oscola hefur ekki sett fram reglur um skráningu dóma EFTA dómstólsins og því skal fylgja þeim reglum sem Efta dómstólinn hefur sett fram en bæta við Mál fyrir framan

Grunnþættir tilvísunar í dóma Efta dómstólsins:
Máls númer | Málsaðilar | Dómstóll dagsetning

 

Dæmi - footnote m/pinpoint:
Mál E-11/20 Eyjólfur Orri Sverrisson g. The Icelandic State Efta Court 15. júlí 2021, mgr. 2.

Dómar Mannréttindadómstóls Evrópu skal vísa til í opinberum útgáfuritunum:

  • Series A - til 1996
  • Reports of Judgements and Decisions (ECHR)
  • European Human Rights Reports (EHRR) - ekki aðgengilegt á Íslandi

ECHR tilvísun á að innihalda árg. (vol.) og upphafssblaðsíðu dóms. Til að finna uppafsblaðsíðu sjá efnisyfirlit í viðeigandi Report (útg. 1999-2015): https://www.echr.coe.int/Pages/home.aspx?p=caselaw/reports&c=

EHRR tilvísun inniheldur árg. (vol.) og endar á blaðsíðutali til 2001 en eftir 2001 endar það á númer dóms. 

Dæmi - útgefnir dómar - neðanmálsgrein:
Johnston g. Ireland (1986) Series A nr. 122.
Osman g. UK ECHR 1998–VIII 3124.
Omojudi g. UK (2009) 51 EHRR 10.

 

Tilvísanir í óútgefna dóma eiga að innihalda Application númer og síðan, dómstólinn (ECtHR) og dagsetningu innan sviga.

 

Dæmi - óútgefin dómur, neðanmálsgrein:
Balogh g. Hungary App nr. 47940/99 (ECtHR, 20. júlí 2004).

 

Sjá nánar í Oscola 4. útg. kafli 2.7, bls. 31-32.