Skip to Main Content

Oscola staðall

Oxford Standard for the Citation of Legal Authorities

Frumheimildir annarra landa en Stóra-Bretlands og Íslands

Í Oscola 4. útgáfu, kafla 2.3 bls. 32, er fjallað um frumheimildir annarra landa en Stóra-Bretlands (England, Skotland, Wales og Norður-Írland).

Dómar:
Vitna skal í dóma annarra landa en Stóra-Bretlands eins og venja er í viðkomandi landi, en með lágmarks greinarmerkjum. Ef dómstóllinn kemur ekki fram í útgáfuriti dóma skal geta hans (upphafsstafi eða fullt heiti) aftast í tilvísuninni innan sviga. Þegar vísað er í ákvörðun æðsta dómstóls ríkja í Bandaríkjunum er fullnægjandi að skrá upphafsstafi ríkja. 
Dæmi:
Henningsen g. Bloomfield Motors Inc 161 A 2d 69 (NJ 1960)
Roe g. Wade 410 US 113, 163–64 (1973)
Waltons Stores (Interstate) Ltd g. Maher (1988) 164 CLR 387
BGH NJW 1992, 1659
Cass civ (1) 21 January 2003, D 2003, 693
CA Colmar 25 January 1963, Gaz Pal 1963.I.277

Lög:
Vitna skal í lög annarra landa en Stóra-Bretlands eins og venja er í viðkomandi landi, en sleppa punkti eftir stytt heiti. Gefa skal upp löggsögu ef nauðsynleg er v/skýrleika.
Dæmi:
Accident Compensation Act 1972 (NZ)
1976 Standard Terms Act (Gesetz über Allgemeine Geschäftsbedingungen) (FRG)
loi n° 75-1349 du 31 décembre 1975 relative à l’emploi de la langue française

Til að skoða reglur og dæmi fyrir skráningu frumheimilda eftir löndum, (öðrum en Stóra-Bretland og Ísland) er gott að nota: 

Guide to Foreign and International Legal Citations 2006
Velja skal land úr efnisyfirliti og fylgja leiðbeiningum eins og kostur er.   

Sjá einnig lista yfir fleiri staðla annarra landa í viðauka 4.3 (bls. 49) í OSCOLA Fourth Edition en athugið að ekki er aðgangur að öllum stöðlunum sem þar koma fram.