Skip to Main Content

Oscola staðall

Oxford Standard for the Citation of Legal Authorities

Skrifað á íslensku

Samkvæmt OSCOLA er notkun punkta, komma og annarra greinarmerkja í lágmarki í heimildatilvísunum og heimildaskrá. Því er ekki notaður punktur í lok skammstafana. Það á þó eingöngu við þegar skrifað er á ensku. Þessu skal breytt og aðlagað að íslenskum rithætti, þannig að punktur komi ávallt í lok styttingu orða (t.d. gr., mgr., og ritstj.).

Nota skal tvöfaldar neðri gæsalappir og efri gæsalappir („“) þegar skrifað er á íslensku.

Ekki skal þýða erlend heiti laga, reglugerða, mála, málsaðila, lönd ef þau eru hluti af titli o.s.frv.

Ef skrifa skal mál í í upphafi tilvísunnar er það ritað á íslensku, einnig skal skrifa mánaðarheiti, ritstjóri (ritstj.), þýðandi (þýð.) á íslensku.

Gott er að hafa erftirfarandi töflu yfir íslenskan rithátt algengra orða og skammstafana til hliðsjónar.