Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.

Oscola staðall

Oxford Standard for the Citation of Legal Authorities

Frumheimildir annarra landa en Stóra-Bretlands og Íslands

Í Oscola 4. útgáfu, kafla 2.3 bls. 32, er fjallað um frumheimildir annarra landa en Stóra-Bretlands (England, Skotland, Wales og Norður-Írland).

Dómar:
Vitna skal í dóma annarra landa en Stóra-Bretlands eins og venja er í viðkomandi landi, en með lágmarks greinarmerkjum. Ef dómstóllinn kemur ekki fram í útgáfuriti dóma skal geta hans (upphafsstafi eða fullt heiti) aftast í tilvísuninni innan sviga. Þegar vísað er í ákvörðun æðsta dómstóls ríkja í Bandaríkjunum er fullnægjandi að skrá upphafsstafi ríkja. 
Dæmi:
Henningsen g. Bloomfield Motors Inc 161 A 2d 69 (NJ 1960)
Roe g. Wade 410 US 113, 163–64 (1973)
Waltons Stores (Interstate) Ltd g. Maher (1988) 164 CLR 387
BGH NJW 1992, 1659
Cass civ (1) 21 January 2003, D 2003, 693
CA Colmar 25 January 1963, Gaz Pal 1963.I.277

Lög:
Vitna skal í lög annarra landa en Stóra-Bretlands eins og venja er í viðkomandi landi, en sleppa punkti eftir stytt heiti. Gefa skal upp löggsögu ef nauðsynleg er v/skýrleika.
Dæmi:
Accident Compensation Act 1972 (NZ)
1976 Standard Terms Act (Gesetz über Allgemeine Geschäftsbedingungen) (FRG)
loi n° 75-1349 du 31 décembre 1975 relative à l’emploi de la langue française

Til að skoða reglur og dæmi fyrir skráningu frumheimilda eftir löndum, (öðrum en Stóra-Bretland og Ísland) er gott að nota: 

Guide to Foreign and International Legal Citations 2006
Velja skal land úr efnisyfirliti og fylgja leiðbeiningum eins og kostur er.   

Sjá einnig lista yfir fleiri staðla annarra landa í viðauka 4.3 (bls. 49) í OSCOLA Fourth Edition en athugið að ekki er aðgangur að öllum stöðlunum sem þar koma fram.