Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.

Oscola staðall

Oxford Standard for the Citation of Legal Authorities

Zotero og frumheimildir

Í Zotero þarf að velja rétt Item Type og skrá þarf allar upplýsingarnar í Title sviðið skv. reglum OSCOLA.

Þetta á bæði við um íslenskar og erlendar frumheimildir.

Zotero raðar öllum heimildunum sem vísað er til í lokaverkefninum í stafrófsraðaðan lista í heimildaskrá. Afleiddu heimildirnar raðast fremst, síðan koma frumheimildirnar og raðaðst þær saman eftir Item type. Þar sem allar upplýsingar eru settar í title sviðið skiptir ekki öllu máli hvaða Item type er valið, það hefur bara áhrif á hvaða heimildir birtast saman í heimildaskránni. Höfundar þurfa síðan að afrita og eyða frumheimildunum úr heimildaskrá og færa fremst í frumheimildaskrá, sjá leiðbeiningar hvernig það er gert í Zotero í: Að færa frumheimildir úr heimildaskrá.

Ef hluti tilvísunnar á að vera skáletraður,  t.d. málsaðilar í dómum þarf að fylgja leiðbeiningum í: Að skáletra hluta af texta
 

 

 

 

 

undefined

 

Þegar vitnað er til ákveðins staðar í frumheimildum er „pinpoint“ EKKI sett í reitinn fyrir blaðsíðutal heldur í Suffix: og sett komma og bil [, ] áður en „pinpoint“ er skráð. Zotero sér um að setja . í lok tilvísunar – sjá dæmi:

undefined

undefined

Til að skáletra hluta af texta í Zotero, (t.d. þegar verið er að skrá dóma Evrópudómstólsins eða málsaðila dóma) er notuð skipun út HTML forritun. Setjið <i> þar sem skáletrun á að byrja og lokið skáletrunarskipunni með </i>.

undefined

Ef vísa á í fleiri en eina heimild í sömu neðanmálsgrein er það gert í Zotero með því að ýta á Multiple sources og örvarnar notaðar til að færa inn heimildirnar. Muna að velja setja inn blaðsíðutal ef við á áður en næsta heimild er sett inn. Þegar allar heimildirnar sem eiga að vera í sömu neðanmálsgreininni er ýtt á OK.

undefined

 

Þegar kemur að því að búa til frumheimildaskrá þarf að afrita og eyða frumheimildunum úr heimildaskránni (aftast í verkefninu) og færa fremst í frumheimildaskrá. Mikilvægt er að raða og flokka frumheimildaskrár skv. Verklagsreglunum, sjá einnig leiðbeiningar í kaflanum Heimildaskrá - Frumheimildaskrá

Ef þetta er gert handvirkt í Word (ekki gegnum Zotero) mun Zotero færa frumheimildirnar aftur inn í heimildaskránna. Það þarf því að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:

Byrjið á að smella einhversstaðar í heimildaskránni ykkar svo hún verður grá

Smellið síðan á   og þá opnast glugginn Edit Bibliography

Þá birtist heimildaskráin ykkar lengst til hægri íglugganum og þið veljið þær heimildir sem á að færa úr skránni og ýtið síðan á örina

Að lokum smellið þið á OK

undefined