Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.

Oscola staðall

Oxford Standard for the Citation of Legal Authorities

Tilvísun í heimild sem vísað er til í annarri heimild

Ef nota skal tilvitnun í heimild skal ávallt reyna að finna upprunalegu heimildina og vísa í hana. Ef það er ekki mögulegt á að nota tilvísunina eins og hún birtist í heimildinni en setja fremst tilvitnun í ...  og innan sviga: (eins og vísað er til í og skrá svo heimildina eins og Oscola segir til um). Í heimildaskrá skal skrá heimildina sem höfundur hefur í höndunum.

Dæmi - tilvísun í tilvitnun í bók:
Neðanmálsgrein m/pinpoint:
Tilvitnun í WL Clay, The Prison Chaplain: A Memoir of the Reverend John Clay (London 1861) 554 (eins og vísað er til í M Wiener, Reconstructing the Criminal Culture, Law and Policy in England 1830–1914 (CUP 1990) 79).
Heimildaskrá:
Wiener M, Reconstructing the Criminal Culture, Law and Policy in England 1830–1914 (CUP 1990)

 

Zotero - Tilvísun í heimild sem vísað er til í annarri heimild

Í heimildaskrá á að skrá þá heimild sem maður hefur í höndunum. Passa að velja rétta efnistegund (item type) og skrá skv. Oscola. Allt sem á að koma á undan á að setja í Prefix. Sá texti í Prefix sem á að vera skáletraður þarf að innihalda <i> utan um skáletraða textann</i>

Ef dæmið hér fyrir ofan er notað á að setja eftirfarandi í Prefix:

Tilvitnun í WL Clay, <i>The Prison Chaplain: A Memoir of the Reverend John Clay</i> (London 1861) 554 (eins og vísað er til í og svo í reitin blaðsíðutal í Zotero á að skrá númer blaðsíðu og síðan loka svo með sviga: 79)

undefined

 

Neðanmálsgrein m/pinpoint:
Tilvitnun í WL Clay, The Prison Chaplain: A Memoir of the Reverend John Clay (London 1861) 554 (eins og vísað er til í M Wiener, Reconstructing the Criminal Culture, Law and Policy in England 1830–1914 [CUP 1990] 79).
Heimildaskrá:
Wiener M, Reconstructing the Criminal Culture, Law and Policy in England 1830–1914 (CUP 1990)