Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.

Oscola staðall

Oxford Standard for the Citation of Legal Authorities

Skrifað á íslensku

Samkvæmt OSCOLA er notkun punkta, komma og annarra greinarmerkja í lágmarki í heimildatilvísunum og heimildaskrá. Því er ekki notaður punktur í lok skammstafana. Það á þó eingöngu við þegar skrifað er á ensku. Þessu skal breytt og aðlagað að íslenskum rithætti, þannig að punktur komi ávallt í lok styttingu orða (t.d. gr., mgr., og ritstj.).

Nota skal tvöfaldar neðri gæsalappir og efri gæsalappir („“) þegar skrifað er á íslensku.

Ekki skal þýða erlend heiti laga, reglugerða, mála, málsaðila, lönd ef þau eru hluti af titli o.s.frv.

Ef skrifa skal mál í í upphafi tilvísunnar er það ritað á íslensku, einnig skal skrifa mánaðarheiti, ritstjóri (ritstj.), þýðandi (þýð.) á íslensku.

Gott er að hafa erftirfarandi töflu yfir íslenskan rithátt algengra orða og skammstafana til hliðsjónar.