Skip to Main Content

Oscola staðall

Oxford Standard for the Citation of Legal Authorities

Tilvitnanir: Beinar og óbeinar

Tilvitnanir:

Ávalt þarf að vísa til heimilda í allri verkefnavinnu þegar hugmyndir eða verk annarra eru notuð. Einfaldar staðreyndir sem eru alkunna eins og Ísland er eyja, jörðin er kringlótt eru undanþegnar þessarri reglu, sem og greining, mat og niðurstöður ykkar.

Tilvitnanir eru ýmist beinar (orðréttar) eða óbeinar (umorðaðar, athugið að ekki er nóg að breyta einu og einu orði). Tilvísanir koma skv. Oscola í neðanmálsgrein (footnote).

Númer neðanmálsgreinar kemur í lok setningar og fyrir aftan greinarmerki (punkt). Nema ef nauðsynlegt er vegna skýrleika að staðsetja hana innan setningar.

Ef orðið eða setningin sem neðanmálsgreinin tengist er í sviga, settu númer neðanmálsgreinar fyrir innan svigalok.

Aðskilja skal fleiri en eina heimild innan sömu neðanmálsgreinar með semíkommu (;).

Sjá nánar í Oscola 4. útg. bls. 3 kafli 1.1.

Beinar tilvitnanir

Bein tilvitnun styttri en þrjár línur:

Ef bein tilvitnun er styttri en þrjár línur skal nota tvöfaldar neðri gæsalappir við upphaf beinnar tilvitnunar og tvöfaldar efri gæsalappir við lok hennar („“). Punktar, kommur og önnur greinarmerki koma eftir að gæsalappir lokast, nema þau séu mikilvægur hluti tilvitnunarinnar (til dæmis spurningamerki eða upphrópunarmerki) eða ef tilvitnunin er heil setning.

Dæmi - bein tilvitnun styttri en þrjár línur:
Aðalsteinn Jónasson telur að þrátt fyrir bankahrun hafi „mikilvægi verðbréfamarkaðarins ekki minnkað til lengri tíma litið“.

„Þrátt fyrir þessar hremmingar hefur mikilvægi verðbréfamarkaðarins ekki minnkað til lengri tíma litið.“

 Rán Tryggvadóttir spyr hvort útvíkkun ákvæðis 12. gr. höfundalaga nr. 73/1972 „nái til allrar eintakagerðar sem fellur undir starfsemi menntastofnana?“

 

Bein tilvitnun þrjár línur eða lengri:

Sé tilvitnun þrjár línur eða meira er texti inndreginn báðum megin, hann án gæsalappa og línubil 1.

Athugið að fyrsta línan er ekki inndregin og auð lína er fyrir ofan og neðan tilvitnunina.

Dæmi - bein og óbein tilvitnun:

 

 

Ef hluta af texta er sleppt í miðri setningu í beinni tilvitnun skal setja bil, þrjá punkta og bil ... í stað þess texta sem felldur er út. Ef hluta af texta ef sleppt í lok setningar skal setja bil, þrjá punkta, bil og punkt (eða önnur greinarmerki eins og við á) ... . Sjá nánar í Oscola 4. útg. bls. 8-9, kafli 1.5