Skip to Main Content

Oscola staðall

Oxford Standard for the Citation of Legal Authorities

Neðanmálsgreinar, pinpoint, millitilvísanir og gælunöfn frumheimilda

Neðanmálsgrein inniheldur allar nauðsynlegar bókfræðilegar  upplýsingar um heimildina.
Ef allar upplýsingar sem eiga að vera í neðanmálsgrein koma fram í meginmáli má sleppa neðanmálsgreininni.
Neðanmálsgreinatilvísun (númer) kemur í lok setningar og fyrir aftan greinarmerki (punkt). Nema ef nauðsynlegt er vegna skýrleika að staðsetja hana innan setningar
Línubil neðanmálsgreina er 1 (í stað 1,5 í meginmáli )
Leturstærð neðanmálsgreina er 10 punkta (í stað 12 í meginmáli)
Nota skal sömu leturgerð og í meginmáli: Arial, Times New Roman eða Calibri
Ljúka neðanmálsgrein ávalt með punkti (.)
Aðskilja fleiri en eina heimild innan sömu neðanmálsgreinar með semíkommu (;)
Í neðanmálsgrein er nafn höfundar gefið upp nákvæmlega eins og það birtist í heimildinni
Ef höfundar/ritstjórar/þýðendur er fleiri en þrír er einungis fyrsti höfundurinn skráður + o.fl.
Sjá nánar í Oscola 4. útg. bls. 33-34 og Verklagsreglur og leiðbeiningar um BA/ML ritgerðir (Canvas).
 
Pinpoint er nákvæm staðsetning innan heimildar sem vísað er til, t.d. blaðsíða, kafli (kaflaheiti), málsgrein, lagagrein
Pinpoint kemur aftast í neðanmálsgrein, en er ekki tilgreind í heimildaskrá eða laga/dóma skrá
Ef vitnað er í heimildina í heild sinni er ekkert pinpoint

 

Sjá nánar um pinpoint frumheimilda í Oscola 4. útg. bls. 19, kafli 2.1.6 og bls. 24 kafli 2.4.2 og bls. 27. kafli 2.5.3.
Sjá nánar um pinpoint afleiddra heimilda í Oscola 4. útg. bls. 33. kafli 3.1.3

 

Zotero - Pinpoint

undefined

undefined

Athugið að Zotero heldur utan um millitilvísanir og setur inn sama heimild og n. x eins og við á. 

Ef vísað er oftar en einu sinni í sömu heimild innan sama verkefnis má nota millitilvísanir
Sjá nánar í OSCOLA 4. útg. kafli 1.2 og þýðingartöflunni í Íslensk aðlögun

 

Ef fyrri tilvísun með fullum bókfræðilegum upplýsingum er í næstu neðanmálsgrein fyrir ofan:
sama heimild | blaðsíðutal.
Blaðsíðutal eða annað „pinpoint“ er aðeins tekið fram ef annað en í upphaflegu tilvísuninni
Dæmi: sama heimild 266.
Þetta á bæði við um frumheimildir og afleiddar heimildir, en athugið að hægt er að nota stytt heiti/gælunafn fyrir frumheimild.

 

Ef fyrri tilvísun er í næstu neðanmálsgrein fyrir ofan, en þar er einnig að finna fleiri heimildir:
Eftirnafn erlends höfundar/fullt nafn ef höfundur er íslenskur EÐA titill fyrir höfundarlaus verk | sama heimild | blaðsíðutal.
Dæmi: Hart, sama heimild.
Blaðsíðutal eða annað „pinpoint“ er aðeins tekið fram ef annað en í upphaflegu tilvísuninni
Dæmi: Hart, sama heimild 56.

 

Ef fyrri tilvísun með fullum bókfræðilegum upplýsingum er enn framar :
Eftirnafn erlends höfundar/fullt nafn ef höfundur er íslenskur EÐA titill fyrir höfundarlaus verk | (nmgr. X) | blaðsíðutal.
EÐA:
Eftirnafn erlends höfundar/fullt nafn ef höfundur er íslenskur EÐA titill fyrir höfundarlaus verk | (n. X) | blaðsíðutal.
Blaðsíðutal eða annað „pinpoint“ er aðeins tekið fram ef annað en í upphaflegu tilvísuninni
Dæmi: Oddný Mjöll Arnardóttir (nmgr. 3) 266.
EÐA:
Dæmi: Oddný Mjöll Arnardóttir (n. 3) 266.
Athugið notkun n./nmgr. er einungis notað fyrir afleiddar heimildir - sjá gælunöfn fyrir frumheimildir.

 

Millitilvísanir í fleiri en eitt verk eftir sama höfund:
Eftirnafn erlends höfundar/fullt nafn ef höfundur er íslenskur EÐA titill fyrir höfundarlaus verk  | Titill | (nmgr. X) | blaðsíðutal.
EÐA:
Eftirnafn erlends höfundar/fullt nafn ef höfundur er íslenskur EÐA titill fyrir höfundarlaus verk  | Titill | (n. X) | blaðsíðutal.
Dæmi: Ashworth, „Testing Fidelity to Legal Values“ (nmgr. 27) 635.
EÐA:
Dæmi: Ashworth, Principles of Criminal Law (n. 28) 34.

 

Dæmi um neðanmálsgreinar m/millitilvísunum:

 

 

Í stað millitilvísana má alltaf nota tilvísun með fullum bókfræðilegum upplýsingum í hvert sinn sem heimild kemur fyrir (en passa samræmi).
Í lengri verkum mælir OSCOLA með því að setja fulla tilvísun ef fyrri tilvísun er í öðrum kafla verksins.

 

Gælunöfn má nota sem stytt heiti fyrir lög, reglugerðir, dóma, alþjóðlega- og þjóðréttarsamninga og sáttmála
Gælunöfn eru sett innan sviga strax eftir fyrstu tilvísun í meginmáli eða neðanmálsgrein.
Í öllum síðari tilvísunum í meginmáli eða neðanmálsgrein má láta duga að nota gælunafnið
Athugið að gælunöfn eru ekki notuð í skrá yfir frumheimildir.

 

Dæmi um stytt heiti/gælunöfn:
Almenn hegningarlög nr. 19/1940: (Hegningarlög), (hgl.) eða (HGL.)
Hrd. 19. desember 2000 í máli nr. 125/2000: (Öryrkjadómur), (Hrd. 125/2000)
Samningur um afnám allrar mismununar gagnvart konum (samþykktur 18. desember 1979, tók gildi 13. júlí 1985, C 5/1985: (Kvennasáttmálinn)

Sjá nánar um stytt heiti/gælunöfn í Íslensk aðlögun Oscola bls. 4, 5 og 11 og í Oscola 4. útg. bls. 5-6, kafli 1.2.1.