Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.

Oscola staðall

Oxford Standard for the Citation of Legal Authorities

Vefsíður og blogg

Þegar ekkert annað snið í Oscola á við skal fylgja leiðbeiningunum Aðrar afleiddar heimildir fyrir vefsíður og blogg.

Sjá nánar í Oscola 4. útg. bls. 42, kafli 3.4.8

Ef enginn höfundur er tilgreindur hefst tilvitnun á titli vefsíðunnar, en munið að gæta samræmis í verkefninu. Athugið að stofnun/fyrirtæki getur við höfundur og útgefandi. Ef enginn dagsetning er uppgefin á vefsíðunni/blogginu skal einungis skrá hvenær skoðað.

Pinpoint, nákvæm staðsetning á vefsíðu t.d kafli, dálkur, málsgrein, skal skrá ef við á t.d. ef mikið efni er á vefsíðunni.

Meginregla vefsíða (án höfundar):
Titill | (Útgefandi | full dagsetning) vefslóð hvenær skoðað
Sjá nánar í Oscola 4. útg. bls. 42, 3.4.8

 

Dæmi - vefsíða án höfundar:
Neðanmálsgrein m/pinpoint:
„Hraðakstur á Kringlumýrarbraut í Reykjavík“ (Lögreglan, 24. september 2021) mgr. 1 <https://www.logreglan.is/hradakstur-a-kringlumyrarbraut-i-reykjavik-57/> skoðað 28. september 2021.
Heimildaskrá:
„Hraðakstur á Kringlumýrarbraut í Reykjavík“ (Lögreglan, 24. september 2021) <https://www.logreglan.is/hradakstur-a-kringlumyrarbraut-i-reykjavik-57/> skoðað 28. september 2021.

 

Meginregla vefsíða (með höfundi):
Höfundur | Titill | (Útgefandi | full dagsetning) vefslóð hvenær skoðað
Sjá nánar í Oscola 4. útg. bls. 42, 3.4.8

 

Dæmi - vefsíða með höfundi (stofnun):
Neðanmálsgrein m/pinpoint:
Heilbrigðisráðuneytið, „Covid-19: Breyttar reglur um takmarkanir á landamærunum 1. október“ (Stjórnarráð Íslands, 28. september 2021) mgr. 1 <https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/09/28/COVID-19-Breyttar-krofur-um-PCR-prof-a-landamaerunum-1.-oktober/> skoðað 28. september 2021.
Heimildaskrá:
Heilbrigðisráðuneytið, „Covid-19: Breyttar reglur um takmarkanir á landamærunum 1. október“ (Stjórnarráð Íslands, 28. september 2021) <https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/09/28/COVID-19-Breyttar-krofur-um-PCR-prof-a-landamaerunum-1.-oktober/> skoðað 28. september 2021

 

Zotero - Vefsíður

Samkvæmt Verklagsreglum og leiðbeiningum um lokaverkefni (3.10) ráðið þið hvort þið skráið t.d. skýrslur og vefsíður undir stofnun/fyrirtæki eða titli. Munið bara að gæta samræmis í ritgerð.

ATH. muninn á Title og Website Title. Title er titillinn á þeirri stöku síðu sem verið er að vísa í. Website Title er heitið á vefnum sem þessi síða er partur af. Það þarf alltaf að slá inn Website Title og er heitið yfirleitt að finna efst uppi í vinstra horni (þ.e.a.s. lógóið á vefsíðunni). 

Á ensku eiga titlar (t.d. tímaritsgreina, tímarita, bókakafla, bóka, skýrslna) að vera með stóran staf skv. enskri málvenju. Ef ritið er á íslensku eiga allir bókstafir að vera litlir nema upphafsstafur og upphaffsstafur undirtitils (þ.e. fyrsti stafur eftir :).

Meginregla - vefur án höfundar:

undefined

Dæmi um vef án höfundar:
Neðanmálsgrein m/pinpoint:
„CRD IV“ (Fjármálaeftirlitið, 26. ágúst 2014) Hver er munurinn á Basel III og CRD IV?, mgr. 2 <http://www.fme.is/eftirlitsstarfsemi/crd-iv/> skoðað 21. nóvember 2014.
Hér vísar pinpointið á kaflaheitið á (vefnum): - Hver er munurinn á Basel III og CRD IV? og mgr. 2 innan þess kafla.  Það er skráð í Page gluggann í Zotero.
Heimildaskrá:
„CRD IV“ (Fjármálaeftirlitið, 26. ágúst 2014) <http://www.fme.is/eftirlitsstarfsemi/crd-iv/> skoðað 21. nóvember 2014

 

Meginregla - vefur með höfundi:

Dæmi um vef með höfundi:
Neðanmálsgrein m/pinpoint:
Fjármálaeftirlitið, „CRD IV“ (Fjármálaeftirlitið, 26. ágúst 2014) Hver er munurinn á Basel III og CRD IV?, mgr. 2 <http://www.fme.is/eftirlitsstarfsemi/crd-iv/> skoðað 21. nóvember 2014.
Hér vísar pinpointið á kaflaheitið á (vefnum): Hver er munurinn á Basel III og CRD IV?, og mgr. 2 innan þess kafla. Það er skráð í Page gluggann í Zotero.
Heimildaskrá:
Fjármálaeftirlitið, „CRD IV“ (Fjármálaeftirlitið, 26. ágúst 2014) <http://www.fme.is/eftirlitsstarfsemi/crd-iv/> skoðað 21. nóvember 2014

Þegar ekkert annað format í Oscola á við skal fylgja leiðbeiningunum Aðrar afleiddar heimildir fyrir bloggsíðu.

Sjá nánar í Oscola 4. útg. bls. 42, kafli 3.4.8

Ef enginn höfundur er tilgreindur hefst tilvitnun á titli. Ef enginn dagsetning er uppgefin á blogginu skal einungis skrá hvenær skoðað.

Pinpoint, nákvæm staðsetning á bloggsíðu t.d kafli, dálkur, málsgrein, skal skrá ef við á.

Dæmi - blogg með höfundi
Neðanmálsgrein m/pinpoint:
Egill Helgason, „Ekki þarflaust“ (Silfur Egils, 13. september 2011) kafli 2, málsgr. 1 <http://silfuregils.eyjan.is/2011/09/13/ekki-tharflaust/> skoðað 30. desember 2011.
Heimildaskrá:
Egill Helgason, „Ekki þarflaust“ (Silfur Egils, 13. september 2011) <http://silfuregils.eyjan.is/2011/09/13/ekki-tharflaust/> skoðað 30. desember 2011

 

Zotero - Blogg

Á ensku eiga titlar (t.d. tímaritsgreina, tímarita, bókakafla, bóka, skýrslna) að vera með stóran staf skv. enskri málvenju. Ef ritið er á íslensku eiga allir bókstafir að vera litlir nema upphafsstafur og upphaffsstafur undirtitils (þ.e. fyrsti stafur eftir :).

Meginregla: