Skip to Main Content

Oscola staðall

Oxford Standard for the Citation of Legal Authorities

Persónuleg samskipti (viðtöl, bréf og tölvupóstar)

Fylgja skal fyrirmælum um tilvísanir í persónuleg samskipti (viðtöl, bréf og tölvupósta) eins og þær birtast í Íslensk aðlögun. En þær eru ekki í fullu samræmi við Oscola 4  útg. En fram kemur í Íslensk aðlögun að heimildir eins og viðtöl, bréf og tölvupóstar eigi að raðast í heimildaskrá undir nafni viðmælanda eða sendanda og er því nafn hans skráð fremst í tilvísun, að öðru leyti skal fylgja leiðbeiningum í Oscola 4. útg. bls. 42-43, kafli 3.4.11.

Dæmi - viðtal:
Neðanmálsgrein:
Guðjón Baldursson, trúnaðarlæknir, viðtal við höfund (Reykjavík 24. apríl 2019).
Heimildaskrá:
Guðjón Baldursson, trúnaðarlæknir, viðtal við höfund (Reykjavík 24. apríl 2019)

 

Dæmi - bréf:
Neðanmálsgrein:
Jóna Jónsdóttir, bréf til Evu Hrafnsdóttur (1. júlí 2012).
Heimildaskrá:
Jóna Jónsdóttir, bréf til Evu Hrafnsdóttur (1. júlí 2012)

 

Dæmi - tölvupóstur:
Neðanmálsgrein:
Marel, tölvupóstur til höfundar (25. mars 2014).
Heimildaskrá:
Marel, tölvupóstur til höfundar (25. mars 2014)

Zotero - Viðtöl, bréf, tölvupóstar

Fyrir skráningu viðtala, bréfa og tölvupósta er notað Interview sem Item type og nafn viðmælanda/höfunda bréfa og tölvupósta sett í "Interview with" og svo afgangurinn settur í „Title“ sviðið.

undefined

Dæmi um viðtal, bréf og tölvupóst: 
Neðanmálsgrein:

Guðjón Baldursson, trúnaðarlæknir, viðtal við höfund (Reykjavík 24. apríl 2019).

Jóna Jónsdóttir, bréf til Evu Hrafnsdóttur (1. júlí 2012).

Marel, tölvupóstur til höfundar (25. mars 2014).

 

Heimildaskrá (eins og neðanmálsgrein en endar EKKI á punkti (.))

Jón Jónsson, trúnaðarlæknir, viðtal við höfund (Reykjavík 24. apríl 2019)

Jóna Jónsdóttir, bréf til Evu Hrafnsdóttur (1. júlí 2012)

Marel, tölvupóstur til höfundar (25. mars 2014)