Skip to Main Content

IEEE staðall

IEEE heimildastaðall er notaður í eftirfarandi deildum HR: iðn- og tæknifræði, verkfræði og tölvunarfræði.

Dagblöð og fréttamiðlar

Dagblöð og fréttamiðlar

  • Ef dagblað kemur út í mörgum hlutum þarf að koma fram nafn eða númer þess hluta sem vísað er til.
  • Erlend dagblöð koma stundum út í mörgum útgáfum, þá þarf að taka fram um hvaða útgáfu ræðir.
  • Ef dagblaðið er rafrænt skal bæta vefslóð við og hvenær efnið var sótt, [Rafrænt]. Aðgengilegt á: http... eða Af: http…
  • Greinar í dagblöðum eru oft án höfunda og eru þá skráðar á titil greinarinnar.

 

Dagblaðsgrein á prenti - höfundur tilgreindur: 

Meginregla:
[1] H. Höfundur, „Titill greinar”, Titill dagblaðs, Dagblaðshluti (ef við á), bls., dagur. mánuður, ártal.

Basic Format: 
[2] A. Author, “Title of article in sentence case,” Title of Newspaper in Title Case and Italics, Section, p., Mon. Day, year.

Dæmi: 
[1] P. Williams, L. Forrestal, og J. Barret, „The rise of the robot miner”, The Australian Financial Review, bls. 6, 7. september, 2010.
[2] P. Williams, L. Forrestal, and J. Barret, "The rise of the robot miner," The Australian Financial Review, p. 6., Sept. 07, 2010.

 

Dagblaðsgrein á prenti - enginn höfundur tilgreindur
Greinar í dagblöðum eru oft án höfunda og eru þá skráðar á titil greinarinnar.

Meginregla:
[3] „Titill greinar”, Titill dagblaðs, Dagblaðshluti (ef við á), bls., dagur. mánuður, ártal.

Dæmi:  
[3] UAE eases entry rules for CanadiansGulf News, bls. 5, 14. ágúst, 2012.

 

 

Dagblaðsgrein á netinu

Þegar vísað er í dagblaðsgrein á netinu skal skrá heimildina samkvæmt sömu reglum og gilda um prentheimildir en bæta við fyrir aftan [Rafrænt]. Aðgengilegt á: http://... . Einnig er í lagi að nota Af: í staðin fyrir Aðgengilegt á:

Athugið að það getur oft verið óljóst hvort heimild flokkist sem dagblaðsgrein á netinu eða rafrænn fréttamiðill en það er aðeins ólík skráning. Hægt er að fá aðstoð hjá bókasafninu til að greina um hvort á við. Dæmi um vefsíður sem gefa út rafrænar dagblaðsgreinar eru New York Times og Washington Post.  

Þegar dagblað af timarit.is er notað skal vísa í það sem prentheimild (allt efni á timarit.is eru innskannaðar prentheimildir). En þar sem heimildin birtist rafrænt skal bæta við fyrir aftan venjulegu skráninguna [Rafrænt]. Aðgengilegt á: http... eða Af: http

Meginregla:
[1] H. Höfundur, „Titill greinar”, Titill dagblaðs, Dagblaðshluti (ef við á), bls., dagur. mánuður, ártal. [Rafrænt]. Aðgengilegt á: http://www

 

Dæmi: 
[1] Björn Bjarnason, „Í tilefni þingsetningar: Ákvarðanir í jólaleyfi eins og í fyrra?”, Morgunblaðið, bls. 10, 10. október, 1981. [Rafrænt]. Aðgengilegt á: https://timarit.is/page/1546857#page/n9/mode/2up

 

 

Fréttamiðill á netinu

Meginregla:
[4] H. Höfundur, „Titill greinar”, Titill fréttavefs, dagur. mánuður, ártal. Sótt: dags. [Rafrænt]. Aðgengilegt á https://www

Basic Format: 
[5] A. Author, “Title of article in sentence case,” Title of News media in Title Case and Italics, Mon. Day, year. Accessed: Mon. Day, Year. [Online]. Available: Web Address

Dæmi: 
[4] Klara Ósk Kristinsdóttir, „Ávinningur af fríum mat í skólum muni skila sér“, mbl.is, 2. mars 2024. Sótt: 5. mars 2024. [Rafrænt]. Aðgengilegt á: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/03/05/avinningur_af_frium_mat_i_skolum_muni_skila_ser/