Skip to Main Content

IEEE staðall

IEEE heimildastaðall er notaður í eftirfarandi deildum HR: tæknifræði, verkfræði og tölvunarfræði.

Overleaf og Zotero

Tengja Overleaf við Zotero

Hér eru leiðbeiningar um hvernig hægt er að tengja Overleaf við Zotero heimildaskráningarforritið.
Hægt er að flytja tilvísanir frá Zotero sem .bib skrá inn í Overleaf. Frekari leiðbeiningar má finna
hér.

1. Veljið Account og síðan Account Settings af fellilistanum inni í Overleaf. 


2. Skrollið niður síðuna að Reference Managers og veljið Zotero Integration - Link 


3. Ef þú hefur ekki þegar skráð þig inn á Zotero aðganginn þinn þá verður þú beðin/n um að gera það núna og login skjár Zotero opnast. Setjið inn notendaupplýsingar og veljið Login to Zotero
    Ef þú ert þegar skráð/ur inn í Zotero ferðu strax yfir í næsta skref. 

4. Eftir innskráningu kemur upp New private Key gluggi og þar er smellt á Accep Defaults 


5. Þegar búið er að tengja Zotero verða stillingar þínar á Overleaf uppfærðar til að staðfesta að Zotero aðgangur hafi verið tengdur. Athugaðu að þú getur aftengt Zotero reikninginn þinn hvenær sem er með þvi að smella á Unlink undir Account Settings / Reference Manager.  

 

6. Ef það koma upp villuskilaboð þegar Zotero er tengt við Overleaf aðganginn eða þegar ný bib.skrá er sótt þá skal smella á Re-link your account og þaðan Accept Defaults

Flytja tilvísanir frá Zotero í Overleaf

Overleaf styður flutning tilvísana úr bókasafni Zotero (My Library) og úr einstökum hópbókasöfnum (Group Libraries). Aðeins er hægt að flytja inn allt bókasafnið (My Library) í heild sinni en ekki ákveðna möppu eða möppur. Allar tilvísanir innan tiltekins Zotero bókasafns og allar möppur sem það gæti innihaldið eru fluttar inn sem flatur listi. Frekari leiðbeiningar má finna hér.

Athugið að ekki er hægt að breyta.bib skrám sem fluttar eru úr Zotero í Overleaf þar sem þær eru read only. Allar breytingar eða uppfærslur á heimildum verða því að vera gerðar í Zotero og þær fluttar yfir í Overleaf með því að velja Refresh hnappinn sem birtist efst í .bib skránni í Overleaf. 
 

1. Opnaðu verkefnið þitt í Overleaf og smelltu á New File efst í hægra horninu. 


2. Veldu From Zotero: Gefðu skránni þinni nafn, passaðu að nafnið endi á .bib. Veldu format (BibTeX eða BiblaTeX). Smelltu á Create


3. Addaðu Zotero skránni þinni (sem bib. file) í main.tex skránni.

Bættu við bibliography package líkt og bibtex, natbib eða biblatex í hausinn á verkefninu þínu með því að nota skipunina \usepackage{}

 

4. Ef það koma upp villuskilaboð þegar Zotero er tengt við Overleaf aðganginn eða þegar ný bib.skrá er sótt þá skal smella á Re-link your account og þaðan Accept Defaults

 

Heimildir sem innihalda TeX/LaTeX kóða í Zotero

Ef einhver LaTeX kóðun hefur verð notuð innan Zotero, t.d. til að sleppa við sérstafi, þá mun sú kóðun ekki flytjast yfir í Overleaf. Þar af leiðandi geta slíkar tilvísanir innihaldið villur eða valdið óvæntum niðurstöðum við innflutning í Overleaf. 

Zotero forrit (desktop application) vs. Zotero á netinu (web-based)

Það getur valdið vandræðum ef ýmist er verið að útbúa .bib skrá af Zotero á netinu og hins vegar af Zotero forritinu (desktop application). Hætta er á því að sama heimildin geti fengið mismunandi tilvísunarlykla eftir því hvort hún sé flutt frá Zotero á netinu eða forritinu. Mælt er með því að nota Zotero forritið (desktop application) þar sem það veitir fleiri möguleika og beri samþættingu milli kerfa.   

Overleaf hack

Upplýsingafræðingar bókasafnsins eru ekki sérfræðingar í Overleaf. En við fáum mikið af spurningum frá nemendum og reynum okkar besta að hjálpa með heimildaskráningu í Overleaf. 

Hér á þessari síðu erum við að safna saman ýmsum leiðbeiningum og "fiffum" sem hafa reynst vel. 

Bækur: til að fá inn útgáfustað þarf að gera "address"
@book{hull_options_2012,
    author = {Hull, John Charles},
    title = {Options, Futures, and Other Derivatives},
    edition = {8},
    address = {Boston, {MA}, {USA}},
    publisher = {Pearson},
    date = {2012},
}

 

Vefsíður / Online heimildir 

Vefsíður eru ekki að koma rétt út í Overleaf en það er hægt að laga færsluna með því að lagfæra Title sviðið 
title = Tvöfaldur slaufusvigi, gæsalappir utan um titil, heiti vefs, Accessed: Feb. 1. 2009, tvöfaldur slaufusvigi lokast. ATH. eyða þarf út sviðunum year, month, day og file.

@ONLINE{goedegebure2015bigbuckbunny,

  author = {Sacha Goedegebure},

  title = {{"Big Buck Bunny." CNN.com. Accessed: Feb. 1, 2009.}},

  URL = {http://peach.blender.org},

  }