Gervigreind – AI
Samkvæmt IEEE skal þess getið í þakkarorðum (acknowledgment section) tímaritsgreina ef gervigreind var notuð í verkferlinu. Tilgreina skal hvaða gervigreindartól var notað og hvaða hlutar greinarinnar byggja á efni sem gervigreind hefur búið til. Undir það fellur m.a. texti, myndir, myndrit og kóðar.
Í íslensku háskólasamhengi er þakkarorð (acknowledgments) venjulega að finna í lokaritgerðum, meistaraverkefnum og doktorsritgerðum, ekki í minni nemendaverkefnum. Fyrir hefðbundin námskeiðsverkefni er sjaldnast sérstakur kafli með þakkarorðum — þar er inngangur eða aðferðafræði (methods/methodology) líklegasti staðurinn til að geta notkun AI-tóla:
- Ef gervigreind var notuð við texta- eða hugmyndavinnu (t.d. til að útskýra hugtök eða búa til efni) er faglegt að nefna það í aðferðafræði eða í stuttri athugasemd í inngangi.
- Ef gervigreind var aðeins notuð við málfarslega yfirferð eða stafsetningu má nefna það í stuttri setningu í lok inngangs eða í sérstökum „athugasemdum um verkferli“ ef slíkur kafli er til staðar.
Í stuttum verkefnum (t.d. 2–5 bls.) er yfirleitt nóg að skrifa eina línu.
Dæmi:
Við vinnslu þessa verkefnis var ChatGPT (OpenAI, GPT-4) notað til málfarslegrar yfirferðar og tillagna að orðalagi.
Í lengri verkefnum er eðlilegra að tilgreina nákvæmlega hvaða AI tól var notað og í hvaða tilgangi:
Dæmi:
Höfundur notaði ChatGPT (OpenAI, GPT-4) fyrir aðstoð við hugmyndavinnu, textauppbyggingu og málfarslega yfirferð. Tilgreindir kaflar sem nýta AI-aðstoð eru 2.1, 3.2 og 4.3. Allt AI-framleitt efni var endurskoðað og samþykkt af höfundi.
Dæmi:
Hlutar af kóðanum í þessu verkefni voru búnir til með aðstoð ChatGPT (OpenAI, GPT-4, 2025). Gervigreindin var notuð til að fá hugmyndir að uppbyggingu forritsins og til að útfæra grunntöflu fyrir gagnavinnslu í kafla 4. Allur AI-búinn kóði var yfirfarinn, breyttur og prófaður af höfundi til að tryggja réttmæti og virkni.
Dæmi:
Hlutar af kóðanum í þessu verkefni voru búnir til með aðstoð ChatGPT (OpenAI, GPT-4, 2025). Þetta á við um kóðahlutana í Skrá 2 (data_cleaning.py) og Skrá 5 (plot_generator.py). Kóðinn var yfirfarinn, breyttur og prófaður af höfundi.
Nauðsynlegt er að minnast á notkun gervigreindar við mynda- og töflugerð í inngangi/aðferðafræði og við lýsingu myndar/töflu.
Dæmi um texta í inngangi / aðferðafræði:
Hlutar mynd- og töfluefnis í þessu verkefni er búið til með gervigreind. Myndir 2 og 4 voru búnar til með DALL·E (OpenAI, 2025) út frá lýsingum höfundar og síðan lagfærðar í Adobe Photoshop. Tafla 3 var samsett með aðstoð ChatGPT (OpenAI, GPT-4), sem sá um útlit og uppsetningu; gögnin voru lögð fram af höfundi. Allt efni framleitt með gervigreind var yfirfarið og staðreynt áður en það var birt.

Mynd 2. Vélmenni. Mynd var búin til með DALL·E (OpenAI, 2025) út frá lýsingu höfundar og aðlöguð af höfundi.
Tafla III
Samanburður á eiginleikum þriggja gervigreindarverkfæra

Samsett með aðstoð ChatGPT (OpenAI, GPT-5) út frá gögnum sem höfundur lagði fram.