Skip to Main Content

IEEE staðall

IEEE heimildastaðall er notaður í eftirfarandi deildum HR: tæknifræði, verkfræði og tölvunarfræði.

Almennt um myndir og töflur / images, figures, tables

Hafið í huga að myndir og töflur geta verið verndaðar af höfundarrétti og því ætti að leitast við að fá leyfi höfunda áður en myndir eru notaðar. Myndir geta einnig verið skráðar með CC afnotaleyfi og þá ætti að taka fram hvers konar CC leyfi fylgir myndinni. Sjá frekari leiðbeiningar um CC afnotaleyfi.  

Skráning mynda og tafla í heimildaskrá ræðst af því hvaðan efnið er tekið. Ef myndin/ taflan er tekin af vefsíðu þá skráir þú hana sem vefsíðuheimild, ef myndin/ taflan er úr bók þá skráir þú hana sem bókarheimild og svo framvegis.

Ef mynd /tafla er tekin annarstaðar frá er almenna reglan sú að minnast á myndina / töfluna í megintextanum áður en myndin / taflan birtist, vísa skal til myndar út frá númeri tilvísunar og númeri myndar eða töflu.
Dæmi: Algengt er að sólarsellur séu gerðar úr gleri, plasti, áli, silíkoni og kopar líkt og sjá má á [1, Mynd 1]

Ef þú ert að nota mynd sem þú hefur búið til sjálfur þarf ekki að gefa myndinni tilvísunarnúmer né skrá myndina í heimildaskrá en gefa þarf myndinni númer og vísa til hennar í megintexta áður en myndin birtist.
Dæmi:  Uppskera er lítil á strábýlum svæðum líkt og sjá má á Mynd 2.

Myndir / Images

Myndir / Images

Meginregla:

Mynd #. Lýsandi heiti. [#]

Fig. #. Caption of image. [#]

Myndir fá númer og lýsandi heiti sem birtist fyrir neðan myndina. Textinn er miðjujafnaður. 

Mynd 1. Sólarsella. [1]
Fig. 1. Solar panel. [1]


Mynd breytt / aðlöguð
Ef myndin hefur verið aðlöguð að þinni ritgerð eða henni breytt af þér þá ætti það að  koma fram. Myndin telst aðlöguð ef þú hefur t.d. breytt stærð, upplausn eða kroppað hana til.

Mynd #. Lýsandi heiti. Aðlöguð frá [#]

Fig. #. Caption of image. Adapted from [#]

Mynd 2. Harley Davison mótorhjól. Aðlöguð frá [2]
Fig. 2. Harley Davison motorbike. Adapted from [2]

 

Mynd með CC afnotaleyfi
Myndir með CC leyfi krefjast flestar auðkenningar og taka skal fram hverskonar CC leyfi viðkomandi mynd hefur. 

Mynd #. Lýsandi heiti. [#], CC
Fig. #. Caption of image. [#], CC

 

 

Mynd 3. Köttur í tré. [3] CC0 1.0
Fig. 3. Cat in a tree. [3] CC0 1.0

Myndir / Figures

Myndir / Figures

Meginregla:
Mynd #. Lýsandi heiti. (a) Yfirskrift hluta (ef við á). (b) Yfirskrift hluta (ef við á). [#] 
Fig. #. Caption of figure. (a) Caption of part (if applicable). (b) Caption of part (if applicable). [#]

Myndir fá númer og lýsandi heiti sem birtist fyrir neðan myndina. Textinn er miðjujafnaður. 

Mynd 4. Áhugi nemenda á ýmsum verkfræðigreinum. (a) Áhugastig (b) Verkfræðigreinar. [4]
Fig. 4. Student interest in engineering disciplines. (a) Interest level (b) Engineering disciplines. [4] 

Mynda- og töfluskrá í Word

Einföld myndaskrá og töfluskrá í Word

Mynda- og/eða töfluskrá kemur á eftir efnisyfirliti.

Notið captions í Word til að gefa myndum og töflum heiti.

1. Hægri-smellið á myndina/töfluna og veljið References - Insert Caption.

2. Til fá myndaskrá og töfluskrá fyrir aftan efnisyfirlitið þarf að velja flipann References og smella á hnappinn Insert Table of Figures.  Þetta þarf að gera fyrir bæði myndir og töflur.