Skip to Main Content

Þjónusta við rannsóknir: Vika opins aðgangs

Vika opins aðgangs

Háskólinn í Reykjavík tekur þátt í árlegri viku opins aðgangs (Open Access Week) sem er dagana 23. - 27. október 2023.  Þemað í ár er "Community over Commercialisation" eða ,,Samfélag framyfir markaðsvæðingu".

Á vefnum openaccess.is er hægt að fylgjast með því er varðar opinn aðgang á Íslandi.

Dagskrá vikunna verður að þessu sinni all ítarleg og með öðrum hætti en áður þar sem Bókasafnasjóður styrkti undirbúning hennar myndarlega að þessu sinni.

Að undirbúningi stendur samstarfshópur háskólabókasafna um opinn aðgang/opin vísindi á Íslandi.

Eins og staðan í heiminum í dag er aðgangur að þekkingu að miklu leyti háður fjármangi og ríkari þjóðir hafa betri aðgang en þær sem fátækari eru. Þemað í ár dregur athyglina að þessu.

Á þessum fordæmalaus tímum kemur bersýnilega í ljós hve nauðsynlegt er að hafa óheftan aðgang að þekkingu til leysa þau gríðarstóru vandmál sem við heiminum blasa.
 

Opinn aðgangur er öflugt tæki til að byggja upp sanngjarnara kerfi til að miðla þekkingu. Endurhugsun á rannsóknarstarfi þar sem allt er opið og aðgengilegt er tækifæri til að reisa grunn sem er í grundvallaratriðum sanngjarnari en nú er.

Vika um opinn aðgang er samstarfsverkefni háskólabókasafna á Íslandi en verkefnið er hluti af alþjóðlegri vitundarvakningu um fjármögnun og birtingu rannsókna.


Jack E. James, prófessor við sálfræðideild HR, hefur rannsakað opinn aðgang undanfarin ár, en vegna kvaða útgefenda eru rannsóknir hans gjarnan læstar kollegum hans og almennum borgurum sem ekki kaupa sérstaklega aðgang. Rannsóknin fór þó fram innan háskólasamfélags sem er á fjárlögum ríkisins við að auka þekkingu samfélagsins alls. Þetta veldur mörgum innan háskólasamfélaga heimsins miklu hugarangri enda er fyrirkomulag birtinga rannsókna almennt talið galið fyrirkomulag í dag.

En til er fólk sem gengur lengra en að hafa áhyggjur og gerir gott betur með því að sýna fram á ósanngirni stöðunnar með einhverskonar gjörningi. Dæmi um slíka manneskju er Alexandra Elbakyan sem heldur úti einu mest notaða gagnasafni í heimi, Sci-Hub sem kemur einmitt mikið við sögu í rannsókn Jack James þar sem hann fjallar m.a. um þá siðferðilegu togstreitu sem á sér stað við að nota aðgang að því gríðarlega magni af rannsóknum sem veitt er inn á Sci-Hub daglega og hefur þannig ómæld og ómetin áhrif á framgang vísinda um heim allan:

„Assuming, then, that the centuries-old ideal of maximizing access to scientific knowledge is in the public interest, the principle of fairness provides justification for consumers of scientific knowledge to consider the current state of academic publishing and to take stock of implied moral imperatives. Only then is each individual ethically equipped to decide what action, if any, is required to challenge current barriers to access. Some, even while believing that copyright transfer and access paywalls are unethical, may conclude that use of pirate OA, with its attendant contestable legality and morality, is not justified. Others, however, may take the opposite view, concluding that use of pirate OA is not merely justifiable as a form of civil disobedience but a moral imperative. In that instance, the act of civil disobedience is not aimed at breaching cyber security law or copyright law per se. Rather, electronic civil disobedience in that instance is an act of protest against perceived unfairness in current publishing arrangements that permit (indeed, encourage) transfer of copyright of public scientific knowledge to be monetized for profit.“

James, J. E. (2020). Pirate open access as electronic civil disobedience: Is it ethical to breach the paywalls of monetized academic publishing? Journal of the Association for Information Science and Technology, 1-5. https://doi.org/10.1002/asi.24351

Dagskrá og upptökur frá viku opins aðgangs 2023

Open Access and Creative Commons licences in the light of copyright, Rasmus Rindom Riise.
Upptaka af vefkynningunni hér

Rights Retention Policy at the University of Edinburgh, a review of the first 18 months, Dominic Tate.
Upptaka frá vefkynningunni hér

Málstofa fyrir rannsakendur og annað áhugafólk um opinn aðgang/opin vísindi í Grósku, HÍ.
Upptaka frá vefkynningunni hér

Open access to research data in practice, David Rayner og Lisa Isaksson.
Upptaka frá vefkynningunni hér

Research Assessment, Noémie Aubert Bonn.
Upptaka frá vefkynningunni hér

Hlaðvörp og pistlar vegna viku opins aðgangs 2021

Hér er aðgengilegt efni frá árinu 2021 vegna viku opins aðgangs:

  • Blogg. Áhrif opins aðgangs á rannsóknir. Sara Stef. Hildardóttir fjallar um eitt mikilvægasta hagsmunamál háskóla og rannsakenda við háskóla í dag. 
  • Hlaðvarp þáttur 1. Áhrif opins aðgangs á akademískar rannsóknirSara Stef. Hildardóttir og Sigurgeir Finnson, upplýsingafræðingar, ræða um opinn aðgang og áhrif á akademískar rannsóknir.
  • Hlaðvarp þáttur 2. Reynsla úr hugvísindum af opnum aðgangi. Gestur þáttarins Helga Hilmisdóttir, rannsóknardósent við Árnastofnun og ritstjóri fræðatímaritsins Orð og tunga, var spurð út í reynslu hennar af opnum aðgangi við útgáfu og birtingu greina.
  • Hlaðvarp þáttur 3. Áhrif Plan S á útgáfu og aðgang að rannsóknumViðmælendur, Guðrún Þórðardóttir og Þórný Hlynsdóttir, upplýsingafræðingar við Landbúnaðarháskólann og Háskólann á Bifröst, töluðu um áhrif Plan S.
  • Hlaðvarp þáttur 4. Doktorsnemar og birtingar skv. opnum aðgangi. Gestur þáttarinns, Irma Hrönn Martinsdóttir, upplýsingafræðingur frá Bókasafni Háskólans í Reykjavík, talar um hvernig aðstoð doktorsnemar þurfa til að skilja varðveislu, birtingar- og útgáfumál og til að þau glati ekki höfundarrétti að verkum sínum.
  • Hlaðvarp þáttur 5. Samfélagsleg áhrif og aðgengi að rannsóknum. Gestir þáttarins, Brynja Ingadóttir og Sigríður Zoëga, báðar dósentar við Hjúkrunarfræðideild HÍ, tala um eigin reynslu af opnum aðgangi í birtingu rannsókna og þann samfélagslega ávinning sem hlýst af opnum aðgangi almennt.
  • Um Áætlun S. Íslensk þýðing á Áætlun S (Plan S) og þýðingu þess í samhengi við birtingar og útgefendur.