Áhrifastuðlar tímarita (e. journal impact factors) segja til um mikilvægi tímarita innan tiltekins rannsóknarsviðs. Journal Citation Report (JCR) inniheldur upplýsingar um áhrifastuðla alþjóðlegra vísindatímarita sem eru skráð og efnistekin í Web of Science (WoS) frá 2006 til dagsins í dag. Veljið tímarit eða fagsvið sem við á hverju sinni á vinstri valseðlinum (select category). Aðrir gagnlegir listar yfir vísindatímarit sem bókasafnið mælir með eru:
Hefðbundin leið til að meta sýnileika og áhrif vísindaskrifa er að reikna út áhrifastuðul höfundar (e. impact factor). Áhrifastuðlar eru jafnframt mikilvægur þáttur í mati á rannsóknarframlagi háskóla- kennara.
Altmetric er kerfi sem greinir hversu mikla athygli rannsóknir og fræðigreinar á netinu fá. Kerfið safnar gögnum frá m.a.: samfélagsmiðlum eins og Twitter, Facebook og Google+, hefðbundnum fjölmiðlum eins og The Guardian, New York Times, New Scientist og Bird Watching, blogg hjá bæði stærri samtökum eins og Cancer Research UK og hjá einstaklingum og heimildatólum eins og Mendeley og CiteULike.
Þekktasti áhrifastuðull höfunda er hið svokallaða h-index sem til eru nokkrar útgáfur af. Það er auðvelt að reikna út h-index einstakra höfunda í Web of Science þ.e.a.s. þeirra sem birt hafa í tímaritum sem þar eru skráð og efnistekin. Clarivate Analytics Master Journal List gefur upplýsingar um tímarit í WoS. Anne-Will Harzing, prófessor við háskólann í Melbourne í Ástralíu hefur þróað hugbúnaðinn Publish or Perish til að auðvelda sambærilega greiningu úr Google Scholar og er hægt að hlaða niður hugbúnaðinum án endurgjalds. Gott er að kynna sér Google Scholar Citations. Aðrir áhrifastuðlar eru g-index og i10-index.