Skip to Main Content

Þjónusta við rannsóknir: Þjónusta við rannsóknir

Þjónusta í boði fyrir rannsakendur

Upplýsingafræðingar bókasafnsins eru sérfræðingar í safnkosti bókasafnsins og hvernig hann getur nýst fræðasviðum háskólans. Þeir geta upplýst um hvaða efni er í boði og hvar það er að finna og þannig flýtt fyrir heimildaleit. Einnig geta þeir aðstoðað við að hafa uppá frumheimildum, ráðstefnuritum, skýrslum o.fl. og veitt margvíslega hagnýta aðstoð.

Upplýsingafræðingar bókasafnsins:

  • Veita hagnýtar upplýsingar um heimildaskráningarforritið Zotero
  • Veita hagnýtar upplýsingar um helstu stílsnið sem notuð eru; APAIEEE og OSCOLA
  • Finna réttar upplýsingar um tilteknar heimildir fyrir heimildaskrár
  • Aðstoða við að finna áhrifastuðla tímarita og höfunda
  • Veita upplýsingar um stefnu einstakra tímarita varðandi opinn aðgang
  • Aðstoða við vöktun upplýsinga sem tengjast ákveðnu viðfangsefni
  • Útvega efni frá öðrum bókasöfnum: Greina- og bókapantanir, millisafnalán
  • Bjóða aðgang að gagnasöfnum og rafrænum tímaritum utan HR með fjaraðgangi
  • Veita aðstoð með Opin vísindi (OV). OV er rafrænt varðveislusafn fyrir ritrýndar vísindagreinar, doktorsritgerðir og efni sem birtist í opnum aðgangi á vegum Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Bifröst, Háskólans á Hólum, Háskólans í Reykjavík, Landbúnaðarháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands og Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns. Sjá Leiðbeiningar um skil í OV