Skip to Main Content

Þjónusta við kennslu

Verkefnavinna

Bókaðu upplýsingafræðing í kennslustund þegar verkefni standa fyrir dyrum. Í samráði við kennara tekur upplýsingafræðingurinn saman fræðslupakka sem er sérsniðinn fyrir viðkomandi verkefni, fer í heimildaleitir í gagnasöfnum á viðkomandi fræðasviði og heimildaskráningu sé þess óskað. Nánari upplýsingar um upplýsingafræðinga sem sinna fræðslu hjá bókasafninu og sérhæfingu þeirra er að finna í viðkomandi námsleiðarvísi.
 

Skráning heimilda samkvæmt heimildaskráningarstaðli. Bókasafnið hefur tekið saman, íslenskað og staðfært, leiðbeiningar og dæmasöfn með helstu heimildaskráningarstöðlum sem notaðir eru við verkefnavinnu:

  • APA, 7. útg. – Publication Manual of the American Psychological Association, vinsæll skráningarstaðall í hug- og félagsvísindum, en einnig í ýmsum greinum raunvísinda. Notaður í viðskipta- og hagfræðideild, sálfræðideild og íþróttafræðideild.
  • OSCOLA – The Oxford University Standard for Citation of Legal Authorities, skráningarstaðall í lögfræði. Notaður í lagadeild.
  • IEEE – skráningarstaðall Institute of Electrical and Electronics Engineers, víða notaður í tækni- og verkfræðigreinum. Notaður í verkfræðideild, tölvunarfræðideild og iðn- og tæknifræðideild.
     

Skemman.is er rafrænt varðveislusafn íslensku háskólanna þar sem vistuð eru lokaverkefni nemenda á grunn- og meistarastigi. Samkvæmt samþykktum námsráðs og framkvæmdastjórnar skulu öll lokaverkefni nemenda vera vistuð í Skemmunni og er mælt með því að þau séu opin nema þau innihaldi trúnaðarupplýsingar.
 

Turnitin er hugbúnaður til varnar ritstuldi sem háskólar á Íslandi hafa tekið í notkun. Hugbúnaðurinn ber texta/verkefni nemanda saman við gagnasafn sem innbyggt er í kerfið og skilar samanburðarskýrslu. Nemendur geta nýtt sér hugbúnaðinn í verkefnaskrifum og þjálfast í að vinna með heimildir, í gerð tilvísana og í heimildaskráningu. Kennarar geta nýtt hugbúnaðinn sem hjálpartæki til að greina mögulegan ritstuld. Turnitin forritið er notað inn í Canvas.