Skip to Main Content

Þjónusta við kennslu

QuestionPro spurningakannanir

Bókasafnið býður upp á aðgang að QuestionPro. Þetta er öflugt forrit sem hægt er að nota til að gera spurningakannanir. 

Nemendur eða starfsfólk sem eru að vinna að rannsókn og þurfa að senda út spurningakönnun geta fengið aðgang að QuestionPro. Fyrir nemendur er aðgangurinn út þá önn og verður eytt í upphafi næstu annar. Af því að HR hefur takmörkuð pláss í einu þá verður eldri aðgöngum eytt og ef nemandi þarf að gera aðra könnun þá þarf að biðja aftur um aðgang næst. Starfsmenn fá að halda aðganginum sínum þangað til við förum að klára plássin okkar. 

Nemandi eða kennari sendir póst á bokasafn@ru.is og óskar eftir aðgangi.

Leiðbeiningar:

Innifalið í QuestionPro áskriftinni okkar er að þau þjónusta okkar notendur. Ef þið hafið einhverjar spurningar, eitthvað er óljóst eða virkar ekki, þá má hafa beint samband við notendaþjónustu QP. Inn á QP aðganginum er í boði Live Chat sem hægt er að nota til að fá samstundis þjónustu. Ef vilji er að læra betur á virkni og möguleika QP þá er hægt að óska eftir Live Training