Allir þeir sem nota gagnasöfnin sem bókasafn HR kaupir aðgang að, verða að virða höfundarétt á þeim verkum sem þar eru aðgengileg, en um hann fer samkvæmt lögum og samningum milli bókasafnsins og seljenda/eigenda.
Almennt má segja að samningar feli í sér að rafræn tímarit og aðrar heimildir sem tilgreindar eru á vef bókasafnsins séu eingöngu til afnota fyrir nemendur og starfsmenn HR í þeim tilgangi að stunda nám, kennslu, rannsóknir og annað sem telst til einkanota. Það er með öllu óheimilt að nota upplýsingarnar í hagnaðarskyni og kerfisbundið niðurhal (download), afritun og dreifing á þeim er bönnuð.
Þegar kennarar vilja vísa beint í einstakar greinar í gagnasöfnum í áskrift bókasafnsins á kennsluvef námskeiðs skal setja krækju í greinina þar sem hún er geymd hjá útgefanda eða umboðsaðila, þannig að notandi sæki hana þangað. Það er ekki leyfilegt að setja afrit af greinum í gagnasöfnum í áskrift bókasafnsins á vef og veita öðrum þar aðgang að texta þeirra. Frekari leiðbeiningar er að finna á síðunni: Rafrænar greinar á kennsluvef.
Eftirtaldir vefir innihalda almennan fróðleik um höfundarétt