Skip to Main Content

Þjónusta við kennslu

Canvas: Tengja í greinar

Þegar um erlendar greinar er að ræða á að vísa beint í greinarnar í heimildasöfnunum sjálfum. Á vef námskeiðs í Canvas skal setja TENGIL Í GREININA þar sem hún er geymd hjá útgefanda eða umboðsaðila og þangað sækir notandi hana sjálfur.

Það er EKKI LEYFILEGT að setja greinina sjálfa (PDF eða annað form) á vef námskeiðs og þannig veita aðgang að henni. Þessar reglur gilda um heimildasöfn í áskrift safnsins. Sjálfsagt er að umgangast vísindagreinar í opnum aðgangi á sama hátt.

Til þess að finna hvaða heimildasafn geymir tímaritið sem greinin er í er gott að byrja á því að fletta upp í tímaritalista safnsins og velja síðan Leið A eða Leið B.

 

Leið A: Notið DOI (Document Object Identifier)

Mörgum tímaritsgreinum er úthlutað svokölluðu DOI númeri þegar þær eru gefnar út rafrænt. DOI númer auðkenna einstakar greinar líkt og ISBN númer auðkenna bækur, og þessi númer breytast aldrei. DOI númer er því einskonar kennitala rafræns efnis.

  • Tímaritsgrein hefur DOI númerið 10.1016/j.actaastro.2012.07.025 Tölurnar á undan / segja til um útgefandann (í þessu tilfelli Elsevier), seinni talnarunan vísar til tiltekinnar greinar í tilteknu tímariti. Þessi númer er að finna í tímaritasöfnum t.d. ScienceDirect (Elsevier), SpringerLink og Wiley.
  • Búið til varanlegan tengil með því að bæta DOI númerinu aftan við þessa slóð: http://dx.doi.org/ (fylgið leiðbeiningunum) Varanlegur tengill rafrænu greinarinnar verður:http://dx.doi.org/10.1016/j.actaastro.2012.07.025

 

Leið B: Notið varanlega tengla í heimildasöfnunum þegar þeir eru í boði

Mörg tímaritasöfn úthluta greinum sínum varanlegum vefföngum (stable URL, permanent URL, permalink o.s.frv.). Rétt er að nota þau á námskeiðsvefinn því þau breytast ekki.

Dæmi um varanlega tengla í erlendum tímaritasöfnum: