Skip to Main Content

Þjónusta við kennslu

Námsefni

Kennslubókasafn
Í kennslubókasafni er eitt eintak (rafrænt eða prentað) af öllum kennslubókum sem kenndar eru í grunnnámi á yfirstandandi misseri, auk valinna bóka í framhaldsnámi. Bókasafnið sækir upplýsingar um kennslubækur yfirstandandi misseris í bókalista HR á vef Bóksölu stúdenta. Verkefnastjórar sem hafa umsjón með bókapöntunum sinna deilda eru jafnframt hvattir til að senda umsjónarmanni kennslubókasafns bókalista ásamt upplýsingum um ítarefni í hverju námskeiði. Kennurum stendur til boða að láta taka frá efni úr safnkosti bókasafnsins, að fá efni útvegað annars staðar frá og/eða láta efni úr einkasafni liggja frammi í kennslubókasafni vegna kennslu í einstökum námskeiðum. Efni úr einkasafni kennara er eingöngu til afnota á safninu. Umsjón með kennslubókasafni hefur Anna Kristín Stefánsdóttir upplýsingafræðingur.
 

Innkaupapöntun fyrir kennslubókasafn
Vinsamlegast sendið tölvupóst á bokasafn@ru.is og óskið eftir að bækur séu pantaðar fyrir safnið. Hægt er að fletta fyrst upp á Leitir.is til að sjá hvaða bækur eru nú þegar til á bókasafninu. Reglan er að allar kennslubækur eru pantaðar rafrænar nema þegar það er ekki í boði. Þá er aðeins pantað eitt eintak af prentuðum kennslubókum.

NÝTT: Einnig er í boði að nota nýja bókapöntunarformið. Vinsamlegast athugið að það þarf að vera mjög sérstök ástæða fyrir því að óskað sé eftir bók á prenti ef rafæn útgáfa er til. 
 

Rafrænt námsefni á leslista námskeiðs í Canvas
Bókasafnið hvetur kennara til að nýta sér safnkostinn í kennslu en minnir jafnframt á að mikilvægt er kynna sér vel reglur og vinnulag sem miða að því að virða höfundarétt og þá samninga sem gerðir hafa verið við eigendur efnis. Ólíkar reglur og aðferðir gilda um íslenskt efni annars vegar og erlent efni hins vegar.

  • Íslenskt efni: Þegar vísað er í íslenskt efni skal það gert skv. samningi Háskólans í Reykjavík við Fjölís. Þá eru bókakaflar og greinar skannaðir, vistaðir sem skjöl (PDF) og það afrit sett inn á kennsluvefi einstakra námskeiða. Þegar námskeiðinu lýkur, lýkur notkunartíma þess afrits.
  • Erlent efni: Þegar vísað er í erlendar fræðigreinar skal setja tengil á þær í því gagnasafni sem greinarnar er að finna. Engir samningar eru fyrir hendi um stafræna endurgerð greina, bóka/bókahluta eða skýrlsna. Leiðbeiningar um hvernig skal miðla rafrænum greinum til nemenda.

Allir þeir sem nota gagnasöfnin sem bókasafn HR kaupir aðgang að, verða að virða höfundarétt á þeim verkum sem þar eru aðgengileg, en um hann fer samkvæmt lögum og samningum milli bókasafnsins og seljenda/eigenda.

Almennt má segja að samningar feli í sér að rafræn tímarit og aðrar heimildir sem tilgreindar eru á vef bókasafnsins séu eingöngu til afnota fyrir nemendur og starfsmenn HR í þeim tilgangi að stunda nám, kennslu, rannsóknir og annað sem telst til einkanota. Það er með öllu óheimilt að nota upplýsingarnar í hagnaðarskyni og kerfisbundið niðurhal (download), afritun og dreifing á þeim er bönnuð.