Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.

Þjónusta við kennslu

Verkefnavinna

Bókaðu upplýsingafræðing í kennslustund þegar verkefni standa fyrir dyrum. Í samráði við kennara tekur upplýsingafræðingurinn saman fræðslupakka sem er sérsniðinn fyrir viðkomandi verkefni, fer í heimildaleitir í gagnasöfnum á viðkomandi fræðasviði og heimildaskráningu sé þess óskað. Nánari upplýsingar um upplýsingafræðinga sem sinna fræðslu hjá bókasafninu og sérhæfingu þeirra er að finna í viðkomandi námsleiðarvísi.
 

Skráning heimilda samkvæmt heimildaskráningarstaðli. Bókasafnið hefur tekið saman, íslenskað og staðfært, leiðbeiningar og dæmasöfn með helstu heimildaskráningarstöðlum sem notaðir eru við verkefnavinnu:

  • APA, 7. útg. – Publication Manual of the American Psychological Association, vinsæll skráningarstaðall í hug- og félagsvísindum, en einnig í ýmsum greinum raunvísinda. Notaður í viðskiptadeild, sálfræðideild og íþróttafræðideild.
  • OSCOLA – The Oxford University Standard for Citation of Legal Authorities, skráningarstaðall í lögfræði. Notaður í lagadeild.
  • IEEE – skráningarstaðall Institute of Electrical and Electronics Engineers, víða notaður í tækni- og verkfræðigreinum. Notaður í verkfræðideild, tölvunarfræðideild og iðn- og tæknifræðideild.
     

Skemman.is er rafrænt varðveislusafn íslensku háskólanna þar sem m.a. eru vistuð lokaverkefni nemenda á grunn- og framhaldsstigi. Samkvæmt samþykktum námsráðs og framkvæmdastjórnar skulu öll lokaverkefni nemenda vera vistuð í Skemmunni og er mælt með því að þau séu opin nema þau innihaldi trúnaðarupplýsingar.
 

Turnitin er hugbúnaður til varnar ritstuldi sem háskólar á Íslandi hafa tekið í notkun. Hugbúnaðurinn ber texta/verkefni nemanda saman við gagnasafn sem innbyggt er í kerfið og skilar samanburðarskýrslu. Nemendur geta nýtt sér hugbúnaðinn í verkefnaskrifum og þjálfast í að vinna með heimildir, í gerð tilvísana og í heimildaskráningu. Kennarar geta nýtt hugbúnaðinn sem hjálpartæki til að greina mögulegan ritstuld. Turnitin forritið er notað inn í Canvas sem "external tool".