Skip to Main Content

Lögfræði: Alþingi

Alþingistíðindi og vefur Alþingis

Á vef alþingis undir Þingfundir og mál er boðið uppá ýmsa leitarmöguleika:

Þingfundir og mál - Þingamálalistar:
Hér er mögulegt að finna lagafrumvörp, þingslályktunartillögur, fyrirspurnir, skýrslur, álit, beiðnir og sérstakar umræður. Einnig er mögulegt að skoða stöðu mála og þingmál eftir efnisflokkun.
Aðgangur er að mestu frá 20. löggjafarþingi 1907

 

Þingfundir og mál - Leit að þingmálum:
Hér er hægt að framkvæma leit í málaskrám, þingskjölum, skjalatexta og umsögnum. Ýmsir leitarmöguleikar eru í boði t.d. einföld orðaleit í skjalatexta, ítarleit að þingskjölum og orðaleit í umsögnum. Mögulegt er að þrengja leit við t.d. tímabil, tegund mála, málsnúmer, skjalsnúmer og málshefjendur.
Leitin nær aftur til 20 löggjafarþings 1907 (20. löggjafarþings). Texti þingskjala er aðgengilegur aftur til 44. löggjafarþings 1931.

 

Þingfundir og mál - Þingfundir og ræður:
Hér er mögulegt að hlusta/horfa á þingfundi, hlusta/horfa eða lesa nýbirtar ræður, framkvæma einfalda og ítarleit í ræðum og skoða ræður eftir löggjafarþingum.
Þingfundir eru aðgengilegir frá 120. löggjafarþingi 1995-1996. Ræðutexti er aðgengilegur frá 52. löggjafarþingi 1937 og ræður eftir þingum frá 20. löggjafarþingi 1907.

Einnig er mjög gott að fá yfirlit yfir stöðu hvers þingmáls og öll þingskjöl, umræður, innsend erindi og umsagnir tengdu því með því að skoða Feril máls á Alþingi. Hægt er að nálgast Feril máls til dæmis efst í lögunum sjálfum.

 

Alþingistíðindi frá 1845-2009 hafa einnig verið skönnuð og eru birt á vef Alþingis

Útgáfa Alþingistiðinda hófst árið 1875, en forveri Alþingistíðinda var Tíðindi frá Alþingi Íslendinga sem kom út á árunum 1843 til 1873 og Tíðindi frá þjóðfundi Íslendinga sem kom út 1851.

Fram til ársins 1921 kom Alþingi saman annað hvort ár, en aukaþing voru haldin eftir þörfum.

Uppsetning og útgáfa ritanna í tímaröð:
1845-1861  Efnið óskipt
1863-1881  Í tveimur hlutum. Umræður og þingskjöl að mestu aðskilin
1883-1903 A: umræður í efri deild og sameiginlegt þing. B: umræður í neðri deild. C: þingskjöl
1905-1917 A: þingskjöl. B: umræður
1917-1920 A: þingskjöl B: umræður um samþykkt mál og afgreidd. C: umræður um fyrirspurnir og mál sem eru fallin, óútrædd eða afturkölluð.
1921-1972 A: þingskjöl. B: umræður um samþykkt frumvörp. C: umræður um fallin frumvörp. D: umræður um þingsályktunartillögur og fyrirspurnir
1973-         A: þingskjöl  B: umræður
1974-1991 Ályktanir Alþingis gefnar út sérstaklega
1989-         Rafræn útgáfa hefst á althingi.is 
2009          Prentútgáfu hætt
1845-2019 Alþingistíðindi skönnuð og aðgengileg á vef Alþingis

 

Aðalefnisyfirlit Alþingistíðinda er fremst í 1. bindi B-deildar fram til 1986. Þar er vísað í númer þingskjals sem er í A-deild og í númer dálkatals umræðna í B-deild.

Prentútgáfa Alþingistíðinda 1973-

A-deild: þingskjöl

Fyrsta mál sem lagt er fram á löggjafarþingi fær þingmáls númer 1. Í hverju (þing)máli er eitt þingskjal eða fleiri. Fyrsta þingskjalið í máli er lagafrumvarpið.

En þingskjöl geta verið:

  • frumvörp til laga (frv. eða stjfrv.)
  • þingsályktunartillögur (þáltill)
  • nefndarálit (nál.)
  • breytingartillögur við frv. og þáltill.
  • fyrirspurnir (fsp.)
  • svör

Hvert þingskjal fær þingskjalsnúmer í hlaupandi númeraröð. Öll þingskjöl innan sama þingskjals máls hafa sama máls númer.

Þegar þingið var skipt í efri og neðri deild voru þingskjöl að auki merkt þeirri deild sem þau voru lögð fram í, Ed fyrir efri deild og Nd fyrir neðri deild.

Greinargerðir eða athugasemdir  sem skýra tilgang frumvarps og greinar þess eru að finna neðst í frumvörpunum.

Fram til ársins 2017 hét það greinargerð um frumvarp ef þingmenn eða fastanefndir lögðu frumvarpið fram. en athugasemdir við lagafrumvarp ef um var að ræða stjórnarfrumvarp sem ráðherra lagði fram. Frá og með 2017 er ekki gerður greinarmunur á því hver leggur frumvarpið fram og heitir nú ætíð greinargerð.

B-deild: umræður

Umræðum er skipt í tímaröð eftir því hvenær þær fóru fram á þinginu. Tölutilvísanir í umræður í efnisyfirliti Alþingistíðinda merkja dálkatal. Fram til ársins 1986 var aðalefnisyfirlit beggja deild fremst í B-deild.

Prentútgáfa Alþingistíðinda frá 1986-2009

Frá árinu 1986 er aðalefnisyfirlit bæði þinskjala og umræðna A og B deildar fremst í 1. bindi A-deildar og skiptist í eftirfarandi skrár:

I. Aðalefnisyfirlit

  1. Almenn efnisskrá
  2. Þingmál og umræður - í stafrófsröð eftir heiti í dagskrá
  3. Annað efni þingfunda

II. Aðrar skrár

  1. Málaskrá
  2. Skrá um flutningsmenn
  3. Mælendaskrá
  4. Nefndaskipun
  5. Lög sett á þinginu
  6. Ályktanir Alþingis
  7. Erindaskrá þingmála annarra en fjárlaga
  8. Erindaskrá fjárlaga
  9. Erindaskrá annarra mála en þingmála
  10. Alþingismenn og varaþingmenn

III. Viðauki

  1. Umræður utan dagskrár
  2. Útvarpsumræður
  3. Skammstafanir
  4. Tilvísanir í Alþingistíðindi
  5. Leiðréttingar
  6. Stytt þingskjöl

Leit í prentútgáfu Alþingistíðinda

Frá 1973-1986:

Þegar leitað er að þingskjölum og/eða umræðum er fljótlegast að flétta upp í aðalefnisyfirlitinu sem er að finna í 1. bindi B-deildar.

Þar er vísað í númer þingskjals sem eru birt í A-deild, en í dálkanúmer umræðna sem birtu er í B-deild. Í B-deild eru tveir númeraðir dálkar á hverri blaðsíðu í stað blaðsíðutals.

Greinargerðir/athugasemdir við frumvörp og þingsályktunartillögur eru ávallt að finna neðst í frumvarpinu/þingsálytkunartillögunni sem er fyrsta skjalið í hverju máli.

Frá 1986-2009:

Þegar leitað er að þingskjölum og/eða umræðum eftir 1986 er fljótlegast að fara í aðalefnisyfirlitið til að finna þingskjalsnúmerið og/eða dálkanúmer umræðna.

Aðalefnisyfirlitið er fremst í 1. bindi A-deildar og fljótlegast er að flétta upp á þingmálum í skrá 2. Þingmál og umræður. Þingmálum eru raðað í stafrófsröð eftir heiti þeirra í dagskránni og í efnisyfirlitinu kemur fram málsnúmer og þingskjalsnúmer sem vísar í A-deild og dálkanúmer umræðna í B-deild.

Greinargerðir/athugasemdir við frumvörp og þingsályktunartillögur eru ávallt að finna neðst í frumvarpinu/þingsálytkunartillögunni sem er fyrsta skjalið í hverju máli.

Stjórnlagaráði er ætlað að taka við og fjalla um skýrslu stjórnlaganefndar, undirbúa frumvarp að endurbættri stjórnarskrá og hafa til hliðsjónar við þá vinnu niðurstöður Þjóðfundar 2010. Ráðið getur endurskoðað hvaða þætti stjórnarskrárinnar sem það kýs, eða lagt til að bætt verði við hana nýjum ákvæðum eða köflum. Stjórnlagaráð á að standa í þrjá til fjóra mánuði og er skipað 25 fulltrúum.

Þegar ráðið hefur samþykkt frumvarp að endurbættri stjórnarskrá verður það sent Alþingi til meðferðar. Hin endurskoðaða stjórnarskrá tekur ekki gildi nema uppfyllt séu skilyrði núgildandi stjórnarskrár og samkvæmt henni hefur Alþingi síðasta orðið í tveimur afgreiðslum með kosningum á milli.

Vefur Stjórnlagaráðs

Gagnasafn Stjórnlagaráðs

 

Byggt á bæklingnum: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn, Um Alþingistíðindi (HÞ, desember 2005)