Skip to Main Content

Þjónustan og safnið: Útlán

Útlán

Lánþegar eru starfsfólk og nemendur Háskólans í Reykjavík. Þessir lánþegar geta fengið gögn að láni gegn eigin kennitölu, án endurgjalds. Útskrifuðum nemendum býðst að kaupa bókasafnskort. Þau gilda í eitt ár í senn og kosta 2.500 krónur. Almennur útlánstími bóka er 30 dagar.

  • Önnur háskóla- og rannsóknarbókasöfn geta haft milligöngu um lán úr safnkosti HR fyrir nemendur og starfsfólk viðkomandi háskóla/stofnana.
  • Aðrir en ofantaldir geta ekki fengið lánað úr safnkosti HR, en öllum er velkomið að heimsækja safnið á auglýstum afgreiðslutíma og nota safnkostinn á staðnum.
  • Lánþegum er send áminning í tölvupósti þegar skiladagur nálgast.
  • Tilkynningar um vanskil á gögnum safnsins eru eingöngu sendar til lánþega í tölvupósti.
  • Lánþegar eru beðnir að sinna tilkynningum um vanskil á gögnum safnsins. Annað hvort með því að skila viðkomandi gagni, eða hafa samband við afgreiðslu og fá láni framlengt.
  • Pantanir vegna frátekinna bóka þarf að sækja innan 3 daga frá því að lánþega berst tilkynning í tölvupósti.
Lánþegar bera ábyrgð á gögnum sem þeir hafa tekið að láni og er óheimilt að lána þau öðrum. Skemmist eða glatist gagn er lánþegi, þ.e. sá sem skráður er fyrir láninu, ábyrgur og getur þurft að greiða fyrir nýtt eintak. Reynt er að meta kostnað við kaup á nýju gagni, en lágmarksgjald er 8.000 krónur. Réttindi lánþega geta fallið niður við vanskil. 

Frátektir

Lánþegar bókasafnsins geta tekið frá bækur sem eru í útláni með því að skrá sig inn á leitir.is. Sjá leiðbeiningar um frátektir á leitir.is. Starfsmenn bókasafnsins aðstoða einnig við frátektir. Þegar frátekinni bók er skilað á safnið berst þeim lánþega sem er nr. 1 á biðlista tilkynning með tölvupósti um að bókin sé komin á safnið. Bókinni er haldið í 3 virka daga fyrir lánþegann. Ef hún er ekki sótt á þeim tíma er hún sett á sinn stað í hillu og aðgengileg öðrum. 

Endurnýjun lána

Nemendur og starfsfólk hafa aðgang að Leitir.is og geta sjálfir endurnýjað lánin sín. Hægt er að skrá inn á Leitir.is með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. Einnig er hægt að óska eftir nýju lykilorði á Leitir.is

Með því að skrá sig inn á Leitir.is er hægt að:

  • endurnýja útlán
  • sækja um millisafnalán
  • taka frá bækur
  • fá tilkynningu um nýtt efni
  • safna í rafræna hillu

Starfsmenn bókasafnins eru hættir að endurnýja útlán fyrir nemendur nema í þeim tilfellum þar sem nemendur geta ekki endurnýjað sjálfir, t.d. þegar um millisafnalán eða annað sérefni er að ræða. Nemendur þurfa að skrá sig inn á Leitir og endurnýja sín eigin útlán. 

Vanskil

Skömmu áður en lánstími rennur út er send áminning um að skiladagur nálgist. Lánþegar bókasafnsins endurnýja lánin sín sjálfir með innskráningu á leitir.is. Skammtímalán og gögn sem eru frátekin fyrir aðra lánþega er ekki hægt að endurnýja. Ef lánið er hvorki endurnýjað né bók skilað áður en lánstíminn rennur út er send tilkynning um vanskil. Virði lánþegi ekki útlánstíma og sinni hann ekki ítrekuðum áminningum áskilur safnið sér rétt til að taka viðkomandi af lánþegaskrá þar til útistandandi gögnum hefur verið skilað og senda reikning vegna glataðra safngagna. Markmiðið er fyrst og fremst að fá safngögnin aftur á bókasafnið fyrir notendur.