Skip to Main Content

Þjónustan og safnið: Safnkostur

Safnkostur

Bókasafn og upplýsingaþjónusta Háskólans í Reykjavík er sérfræðisafn á fræðasviðum háskólans. Safnkosti bókasafnsins er einkum ætlað að mæta þörfum HR vegna kennslu og náms og þeirra sem stunda rannsóknir við skólann. Safnkosturinn er að mestu leiti rafrænn og leitarbær inn á leitir.is, en til að takmarka leitina við efni HR er hægt að nota slóðina hr.leitir.is

Bókasafnið á um 20.000 titla á prenti og er með áskrift að um 220.000 rafbókum. Einnig veitir bókasafnið aðgang að um 20.000 fræða- og vísindatímaritum í rafrænni áskrift og fjölmörgum gagnasöfnum. Háskólinn í Reykjavík er þátttakandi í verkefni um Landsaðgang að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum (hvar.is).

Flokkun bóka

Bókum er raðað í hillur samkvæmt flokkunarkerfi Deweys (The Dewey Decimal Classification System (DDC)). Sérhver bók fær raðtákn sem segir til um hillustaðsetningu bókarinnar.

Dæmi: Bókin Um lög og lögfræði eftir Sigurð Líndal frá árinu 2003 fær raðtáknið (hillustaðsetninguna) 340 Sig 2003.

Helstu flokkar eru:

004 Tölvunarfræði 150 Sálfræði 330 Hagfræði
340 Lögfræði 370 Menntun 500 Raunvísindi
600 Tækni 620 Verkfræði 650 Viðskiptafræði
690 Byggingariðnaður 790 Íþróttir 800 Bókmenntir

Innkaupastefna

Við innkaup fyrir safnið er tekið mið af þörfum notenda Háskólans í Reykjavík og er stefnan að safnkosturinn sé að stærstum hluta rafrænn. 

Viðmið við uppbyggingu safnkosts:

  • Þarfir notenda HR
  • Gæðaefni
  • Áhersla á rafrænan safnkost
  • Ef bókin er ekki til á rafrænu formi þá er einungis keypt eitt prentað eintak
  • Reynt er að kaupa allt nýtt íslenskt efni á fræðasviðum skólans
  • Auk íslensku er keypt efni á ensku og dönsku

Gjafastefna

Bókasafnið tekur við öllum gjöfum sem styrkja safnkostinn og samræmast áætlun um uppbyggingu hans.

Almennt áskilur bókasafnið sér rétt til að fara með gjafarit sem sína eign og ráðstafa þeim að vild, t.d. gefa öðrum eða henda ritum sem safnið telur sér ekki hag í að eiga. 

Sömu reglur gilda um gjafarit og annað efni hvað varðar grisjun, m.a. með tilliti til ástands og aldurs. 

Við mat á bókagjöfum ber einkum að hafa eftirfarandi í huga:

  1. Styrkir gjöfin safnkost bókasafnsins með tilliti til fræðastarfs og rannsókna við HR?
  2. Samræmist gjöfin innkaupastefnu bókasafnsins?
  3. Hvaða kostnaður hlýst af því að taka við gjöfinni og gera hana sýnilega/aðgengilega ?
  4. Hvert er ástand gjafarinnar. Eru bækurnar slitnar eða skítugar? Er um eldri útgáfur að ræða?