Skip to Main Content

Þjónustan og safnið: Millisafnalán

Um millisafnalán

Bókasafnið pantar bækur og tímaritsgreinar sem ekki eru til á safninu, frá öðrum háskóla- og sérfræðisöfnum, fyrir nemendur og starfsfólk HR. Nemendum sem stunda skiptinám við erlenda háskóla ber að snúa sér til viðkomandi háskólabókasafns. Önnur háskóla- og sérfræðibókasöfn geta haft milligöngu um lán úr safnkosti bókasafns HR fyrir sína lánþega.

Hafðu samband

Vinsamlegast sendið tölvupóst á bokasafn@ru.is með öllum spurningum varðandi millisafnalán eða komið við í afgreiðslu safnins og fáið aðstoð.

Um millisafnalán

Hve langan tíma tekur að fá millisafnalán?*        
Bókasafn HR afgreiðir beiðnir um millisafnalán samdægurs að öllu jöfnu. Hið sama gildir almennt um bókasöfnin sem fá beiðnir frá okkur. Eftirfarandi tímamörk eru til viðmiðunar:       

Greinar          

1-3 virka daga          
7-14 virka daga ef greinin er send með pósti. Vegna höfundalaga senda sum söfn (einkum norræn) greinar eingöngu með pósti 

Bækur 

Innanlands: 3 virka daga    
Frá Norðurlöndum: 7-10 virka daga     
Frá öðrum löndum: 7-14 virka daga         

*Miðað er við að umbeðið efni sé aðgengilegt      

Hvernig veit ég að millisafnalánið mitt er komið?
Þú færð tilkynningu með tölvupósti þegar pöntunin þín kemur á safnið.        

Hvernig nálgast ég millisafnalánið mitt?

Pantanir þarf að sækja á safnið.  Starfsfólk HR getur þó óskað eftir því að fá greinar sendar á sína starfstöð. 

Vegna samninga við önnur söfn er óheimilt að áframsenda greinar rafrænt. Þær eru því eingöngu afhentar á pappír.   

Sérhvert safn setur eigin útlánareglur en yfirleitt er lánstíminn  4 vikur.

Bækur úr safnkosti Seðlabanka Íslands, Alþingis og annarra innlendra stjórnsýslusafna sem eru reiðubúin að lána úr safnkosti sínum, eru eingöngu í lestrarsalsláni, þ.e. þær þarf að lesa á bókasafninu.

Góð samvinna við önnur söfn er forsenda góðrar millisafnalánaþjónustu. Því er afar mikilvægt að virða þann lánstíma sem okkur er veittur.

Endurnýjun lána

Ef lánstíminn nægir ekki má óska eftir endurnýjun þegar skiladagur nálgast. Lánið er yfirleitt endurnýjað ef enginn annar bíður.

Hverjir getað pantað millisafnalán?

  • Starfsfólk HR og nemendur
  • Háskóla- og rannsóknarbókasöfn
  • Erlend bókasöfn

Hvað er hægt að panta?

Bækur, bókarkafla, tímaritsgreinar úr útgefnum tímaritum, skýrslur og annað útgefið efni sem hægt er að nálgast hjá öðrum bókasöfnum.

Hvaðan er pantað?

  • Háskóla- og rannsóknarbókasöfn hérlendis hafa með sér samvinnu um millisafnalán. Einstaka sérfræðisöfn eru undanskilin, t.d. Lögberg og Hæstiréttur. 
  • Bækur eru einkum pantaðar frá Norðurlöndum, en einnig frá Þýskalandi og Bretlandi auk annarra landa ef því er að skipta
  • Tímaritsgreinar eru pantaðar frá bókasöfnum hvaðanæva af, mest þó frá bókasöfnum í Þýskalandi

Bækur eru ekki pantaðar frá almenningssöfnum hérlendis.

Hvernig panta ég millisafnalán? 
Panta bók

  • Áður en bók er pöntuð þarf að athuga á Leitir.is hvort bókin sé til hjá bókasafni HR
  •  Ef bókin er ekki fáanleg þá er hægt að senda inn beiðni með því að smella á Millisafnalán á Leitir.is eða  fylla út eyðublaðið Panta bók á heimasíðu bókasafnsins  

Panta grein

  • Kannið á Leitir.is og/eða Google Scholar hvort greinin sé aðgengileg rafrænt
  • Kannið í tímaritaleit hvort heftið sem greinin birtist í sé aðgengilegt eða ekki
  • Hægt er senda inn beiðni um grein með því að smella á Millisafnalán á Leitir.is eða fylla út eyðublaðið Panta grein á heimasíðu bókasafnsins 

Kynnið ykkur verðskrá bókasafnsins áður en beiðni um millisafnalán er send til safnsins. Rukkað er fyrir ósótt efni.

Verðskrá

Starfsmenn HR og doktorsnemar fá öll millisafnalán frítt
Meistaranemar fá 5 millasafnalán á önn frítt, en greiða fyrir umframlán samkvæmt verðskrá.

Verðskrá:

Tímaritsgreinar: 1.000 kr.
Bókakaflar: 1.000 kr.
Bækur frá innlendu safni: 1.000 kr.
Bækur frá erlendu safni: 1.500 kr.

Rukkað er fyrir ósótt efni.

Lánþegar bera ábyrgð á gögnum sem þeir hafa tekið að láni og er óheimilt að lána þau öðrum. Skemmist eða glatist gagn er lánþegi, þ.e. sá sem skráður er fyrir láninu, ábyrgur og getur þurft að greiða fyrir nýtt eintak. Reynt er að meta kostnað við kaup á nýju riti, en lágmarksgjald er 8.000 kr.