Skip to Main Content

Tölvunarfræði / Tölvunarstærðfræði: Lokaverkefni

Gagnlegt

Nemendur í tölvunarfræði skulu nota IEEE staðalinn til að gera tilvísanir og heimildaskrá. 

Bókasafnið mælir með því að nemendur noti Zotero heimildarskráningarforritið til þess að hjálpa til við heimildavinnuna. 

Hægt er að bóka tíma hjá upplýsingafræðingi til þess að fá leiðsögn í heimildaleit og varðandi fínpússun heimilda. Harpa Rut Harðardóttir er tengiliður bókasafnsins fyrir tölvunarfræði og tímabókanir eru gerðar með Noona appinu eða í netbókunarkerfinu

Lokaverkefni

Nemendur eru hvattir til að kynna sér vel handbækur, verklagsreglur eða aðrar leiðbeiningar um lokaverkefni í sinni deild. Í flestum tilfellum eru slíkar handbækur, reglur og leiðbeiningar að finna á námskeiðsvef lokaverkefnis í Canvas. Hafi nemendur sem skráðir eru í lokaverkefni ekki aðgang að ofangreindum skjölum skulu þeir snúa sér til deildarskrifstofu sinnar.

Lokaverkefni á grunn- og meistarastigi:

Lokaverkefni frá árinu 2009 og eldri eru aðgengileg á prenti í afgreiðslu safnsins, nema ef um trúnaðarmál ræðir. Frá 2010, þegar HR byrjaði að skila í Skemmuna, eru lokaverkefni á grunn- og meistarastigi einungis aðgengileg í rafrænu formi. Rafrænt eintak lokaverkefnis er samþykkt og gert sýnilegt í Skemmunni.

Skil í Skemmuna:

Nemendur þurfa að skila rafrænu eintaki af lokaverkefnunum í Skemman.is, skv. reglum um skil á lokaverkefnum við Háskólann í Reykjavík. Lokaverkefni eru gerð sýnileg í Skemmu eftir útskrift.

Lokaverkefni skulu vera opin til aflestrar í Skemmunni í samræmi við stefnu HR um opinn aðgang. Höfundar/ur hefur þó rétt til að óska eftir að loka aðgangi að lokaverkefni ef það inniheldur upplýsingar sem rétt og eðlilegt er að trúnaður ríki um.

Ef óska á eftir lokun á lokaverkefni skal nemandi skila meðfylgjandi eyðublaði útfylltu til verkefnastjóra deildar þar sem ákvörðun um samþykki er tekin. Starfsmaður deildarinnar kvittar við beiðnina eða undirritar hana rafrænt. Nemandinn vista beiðnina sem pdf og hleður upp sem sér skrá í Skemmuna skv. leiðbeiningum um skil í Skemmu. Hafi lokaverkefninu þegar verið skilað í Skemmuna getur nemandi ekki sjálfur bætt beiðninni við. Þá þarf að senda beiðnina rafrænt til skemman@ru.is og beiðninni verður hlaðið upp fyrir nemandann.

Ef vandamál koma upp við vistun í Skemmuna má hafa samband við bókasafnið skemman@ru.is