Skemman er rafrænt varðveislusafn þar sem lokaverkefni allra háskólanema á bakkalár og meistarastigi eru varðveitt.
Nemendur þurfa að skila rafrænu eintaki af lokaverkefnunum í Skemman.is, skv. reglum um skil á lokaverkefnum við Háskólann í Reykjavík. Lokaverkefni eru gerð sýnileg í Skemmu eftir útskrift.
Lokaverkefni skulu vera opin til aflestrar í Skemmunni í samræmi við stefnu HR um opinn aðgang. Höfundar hafa þó rétt til að óska eftir að loka aðgangi að lokaverkefni ef það inniheldur upplýsingar sem rétt og eðlilegt er að trúnaður ríki um.
Lokaverkefni frá árinu 2009 og eldri eru aðgengileg á prenti í afgreiðslu bókasafnsins, nema ef um trúnaðarmál ræðir. Frá 2010, þegar HR byrjaði að skila í Skemmuna, eru lokaverkefni á grunn- og meistarastigi einungis aðgengileg í rafrænu formi.
Leiðbeiningar um lokaverkefni:
Nemendur eru hvattir til að kynna sér vel handbækur, verklagsreglur eða aðrar leiðbeiningar um lokaverkefni í sinni deild. Í flestum tilfellum eru slíkar handbækur, reglur og leiðbeiningar að finna á námskeiðsvef lokaverkefnis í Canvas. Hafi nemendur sem skráðir eru í lokaverkefni ekki aðgang að ofangreindum skjölum skulu þeir snúa sér til deildarskrifstofu sinnar.
Ef vandamál koma upp við skil í Skemmuna má hafa samband við bókasafnið skemman@ru.is