Skip to Main Content

Skemman

Lokun lokaverkefna

Lokaverkefni skulu vera opin til aflestrar í Skemmunni í samræmi við stefnu HR um opinn aðgang. Höfundar hafa þó rétt til að óska eftir að loka aðgangi að lokaverkefni ef það inniheldur upplýsingar sem rétt og eðlilegt er að trúnaður ríki um.

Ef óska á eftir lokun á lokaverkefni skal nemandi skila meðfylgjandi eyðublaði útfylltu til verkefnastjóra deildar þar sem ákvörðun um samþykki er tekin. Starfsmaður deildarinnar kvittar við beiðnina eða undirritar hana rafrænt. Nemandinn vistar beiðnina sem pdf og hleður upp sem sér skrá í Skemmuna skv. leiðbeiningum um skil í Skemmu. Hafi lokaverkefninu þegar verið skilað í Skemmuna getur nemandi ekki sjálfur bætt beiðninni við. Þá þarf að senda beiðnina rafrænt til skemman@ru.is og beiðninni verður hlaðið upp fyrir nemandann.

Athugið að hægt er að fylla út beiðnina beint inn í flestum vöfrum og niðurhala því útfylltu sem PDF. 

Ef vandamál koma upp við skil í Skemmuna má hafa samband við bókasafnið skemman@ru.is