Skref 2 af 3: Hlaða upp skrám
> Smelltu á Choose File og veldu verkefnið í heild sinni (með titilsíðu) á PDF formi í tölvunni
- Passaðu að titill PDF skjalsins sé sá sami og titill verkefnis. Skráarheiti PDF skjals er sýnilegt í Skemmunni.
> Smelltu á Hlaða upp – verkefnið hleðst upp í Skemmuna.

> Veldu Heildartexti (eða annað sem við á) sem lýsingu á því skjali sem hlaðið er inn
> Skrársnið á að vera PDF
> Aðgangur velja Opinn
- Ef loka á aðgangi veljið „Lokaður til...“ (velja dag, mánuð og ár) í samræmi við eyðublaðið „Beiðni um lokun lokaverkefnis“. Athugið að beiðnin þarf að vera samþykkt af viðeigandi deild.
- Samþykkta og undirritaða beiðni þarf að vista sem PDF og hlaða upp sem skrá í Skemmu. Veljið „Annað“ í Lýsing og „Opinn“ í Aðgangur.
- Athugið: ef ósamræmi er milli aðgangs sem valinn er í Skemmunni og tilgreindri dagsetningu á beiðninni mun dagsetning aðgangs í Skemmunni breytast til samræmis við beiðnina.
- Sjá nánar um lokun lokaverkefna.

> Ef lokaverkefnið er fleiri en ein skrá er þeim hlaðið upp á sama hátt (sjá neðst „Hlaða upp fleiri skrám“)

> Smelltu á Áfram til að fara í staðfesta skil - Skref 3 af 3
