Aðgengi að stöðlum:
Nemendur og kennarar HR geta óskað eftir tímabundnum lesaðgangi að stöðlum.
Um 53.000 gildir staðlar eru nú aðgengilegir í íslenskri staðlaskrá. Þar er að finna staðla frá alþjóðasamtökunum ISO og IEC, evrópusamtökunum CEN og CENELEC, norræna staðla undir merkjum INSTA og séríslenska og þýdda staðla frá Staðlaráði Íslands.
Staðlaskrá er hluti af vefverslun Staðlaráðs og þar má leita að stöðlum eftir númerum, efnisorðum, ICS flokkum og einstökum tækninefndum.
Til að óska eftir aðgangi, sendið tölvupóst á sala@stadlar.is og tilgreinið eftirfarandi:
Kennarar fá sendar aðgangsupplýsingar í formi notendanafns og lykilorðs sem þeir deila með hópnum. Nemendur geta sjálfir óskað eftir aðgengi að stöðlum með sama hætti.
Rafstaðlaráð:
Rafstaðlaráð (RST) er fagfélag á vegum Staðlaráðs Íslands. Félagið var stofnað til að skapa samvinnu um rafstöðlun hér á landi og taka þátt í rafstöðlun á alþjóðlegum vettfangi.
HR hefur í gegnum RST keypt sérstaklega aðgang að staðlinum
HB 200 - Raflagnir bygginga.
Til að fá aðgangsupplýsingar geta nemendur sent póst á bokasafn@ru.is
Um starfsnám hjá Staðlaráði:
Staðlaráð býður nemendum sveigjanlegt starfsnám sem hægt er að laga að áhugasviði og námi hvers og eins. Starfsnámið veitir góða innsýn í fjölbreytt svið staðlastarfs og getur gefið forskot á vinnumarkaði þar sem staðlatengt nám er lítið á Íslandi.
Viðfangsefni geta tengst m.a. sjálfbærni og heimsmarkmiðum SÞ, CE-merkingum, byggingariðnaði, ferðaþjónustu, nýsköpun, opinberum innkaupum, neytendavernd, löggjöf og gervigreind.
Nemendur hafa aðgang að sérfræðingum erlendra staðlasamtaka og vinnuaðstöðu í Þórunnartúni 2.
Byggingarlykill Hannarrs er upplýsingarit fyrir íslenskan byggingariðnað með áherslu á fjárhagslega þætti.
Í lyklinum má meðal annars finna: Verðskrá með um 6.000 kostnaðarliðum - Þjónustuskrá yfir aðila í byggingariðnaði sem skráðir eru í Byggingarlykil og BYGG-kerfið - Vísitölur og verðlagsbreytingar – m.a. byggingarvísitölu, verðvísitölu, neysluvísitölu og launavísitölu - Kostnaðaráætlanir fyrir 22 húsagerðir - Eyðublöð og form fyrir verksamninga, tryggingar, gæðakerfi og öryggishandbækur - Verkáætlanir og verkuppgjörsform
Nemendur í byggingartæknifræði í HR geta fengið aðgang að Byggingarlykli Hannarrs - senda þarf póst á Viggó Magnússon, kennara í tæknifræðideild - viggom@ru.is