Á háskólanetinu tengjast nemendur beint við gagnasöfnin og dugir að smella beint á tengilinn fyrir gagnasafnið.
Til þess að fá aðgang að gagnasöfnum sem eru í séráskrift HR utan skólans þarf að tengjast með VPN. Það þarf hver og einn að setja upp VPN tengingu í tölvuna sína og framvegis kveikja á því til að fá aðgang að séráskriftunum. Ekki þarf VPN til að tengjast efni í Landsaðgangi nema viðkomandi sé staddur erlendis. Sjá leiðbeiningar hjá upplýsingatæknisviði til að setja upp VPN.
Skoða gagnasöfn fyrir tölvunarfræði
Áður en byrjað er að leita í gagnasöfnum er gagnlegt að skoða leiðarvísinn fyrir heimildaleit. Þar er mikið af upplýsingum almennt um leitir á netinu, ýmis góð ráð gefin og leiðbeiningar.