Timarit.isStafrænt safn sem veitir aðgang að milljónum myndaðra blaðsíðna á stafrænu formi af blöðum og tímaritum frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. Aðgangur er öllum opinn.
Blöðin og tímaritin hafa að geyma, auk almenns fréttaefnis og auglýsinga, mikið efni á sviði bókmennta, sagnfræði, ættfræði, þjóðlífs, menningar, atvinnuvega og viðskipta.
Notendur geta leitað að efni á ýmsan hátt, svo sem eftir löndum og titlum, eða að völdu orði í öllum texta ritanna.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn veitir aðgang að nær öllum íslenskum blöðum og tímaritum frá upphafi til 1920.