Nemendur í verkfræði skulu nota IEEE staðalinn til að gera tilvísanir og heimildaskrá.
Bókasafnið mælir með því að nemendur noti Zotero heimildarskráningarforritið til að halda utan um heimildirnar og hjálpa til við heimildavinnuna.
Hægt er að bóka tíma hjá upplýsingafræðingi til þess að fá leiðsögn í heimildaleit og heimildaskráningu.
Nemendur eru hvattir til að kynna sér vel handbækur, verklagsreglur eða aðrar leiðbeiningar um lokaverkefni í sinni deild. Í flestum tilfellum eru slíkar handbækur, reglur og leiðbeiningar að finna á námskeiðsvef lokaverkefnis í Canvas. Hafi nemendur sem skráðir eru í lokaverkefni ekki aðgang að ofangreindum skjölum skulu þeir snúa sér til deildarskrifstofu sinnar.
Lokaverkefni á grunn- og meistarastigi:
Nemendur þurfa að skila rafrænu eintaki af lokaverkefnunum í Skemman.is, skv. reglum um skil á lokaverkefnum við Háskólann í Reykjavík. Lokaverkefni eru gerð sýnileg í Skemmu eftir útskrift.
Leiðbeiningar fyrir skil í Skemmuna