Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.

IRIS - skráningarkerfi fyrir rannsóknir: Skráning rannsóknarafurða

Mikilvægi vandaðrar skráningar

Til þess að skráningarkerfi á borð við IRIS þjóni tilgangi sínum er afar mikilvægt að tryggja gæði allra upplýsinga sem inn í kerfið koma. Þetta á ekki síst við um skráningu rannsóknarafurða á borð við útgefnar greinar, bækur og bókarkafla, skýrslur og fleira í þeim dúr. Gæta þarf að því að réttar afurðir tengist réttum aðilum og stofnunum; ef rangar upplýsingar tengjast geta myndast upplýsingaflækjur sem erfitt getur reynst að vinda ofan af. Vegna þessa fara allar skráningarfærslur rannsóknarafurða í kerfinu í gegn um gæðastjórnunarferli þar sem að upplýsingafræðingar á bókasöfnum fara vandlega yfir færslurnar áður en þær eru samþykktar inn í kerfið. Með þessu móti má best tryggja gæði bókfræðilegra upplýsinga í kerfinu.

Samþykktarferlið

Rannsakendur sjá sjálfir um að skrá eða flytja upplýsingar um sínar rannsóknarafurðir inn í IRIS. Rannsakendur geta þó ekki samþykkt eigin skráningarfærslur; þeir geta aðeins sent þær áfram til upplýsingafræðings sem fer yfir og klárar skráninguna. Upplýsingafræðingurinn tryggir að allar upplýsingar sem koma fram í færslunni komi heim og saman við afurðina sem verið er að skrá. Ef allt stenst samþykkir upplýsingafræðingurinn færsluna. Vert er þó að benda á að ósamþykktar færslur eru sýnilegar í kerfinu um leið og þær hafa verið sendar inn, þó svo að þær hafi ekki enn verið samþykktar. Munurinn á samþykktum og ósamþykktum færslum felst því í gæðum þeirra upplýsinga sem færslurnar miðla.

Leiðbeiningar við skráningu rannsóknarafurða

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn hefur útbúið skráningarleiðbeiningar fyrir rannsakendur. Leiðbeiningarnar gilda fyrir alla aðila sem vilja skrá rannsóknarafurðir í IRIS, óháð rannsóknarstofnun. 

Íris - leiðbeiningar fyrir rannsakendur