Skip to Main Content

IRIS - skráningarkerfi fyrir rannsóknir: IRIS og opinn aðgangur

Rannsóknarskráningar styðja við opinn aðgang

Notkun rannsóknarskráningarkerfa á borð við IRIS styður við útgáfu og miðlun rannsóknarafurða í opnum aðgangi. Þær stofnanir sem eiga aðild að IRIS hafa flestar samþykkt stefnu um opinn aðgang að sínum rannsóknarafurðum (stefnu HR um opin aðgang má finna hér). 

 

Tengsl IRIS og Opinna vísinda

Opin vísindi eru varðveislusafn fyrir ritrýnt vísindaefni sem gefið er út í opnum aðgangi á vegum íslenskra háskóla og annarra fræðastofnana. Árum saman hafa rannsakendur hjá íslenskum háskólum skráð það efni sem þeir gefa út í opnum aðgangi í Opin vísindi og starfsfólk háskólabókasafna hafa gæðastýrt skráningarfærslunum. Með tilkomu IRIS verður nokkur breyting á þessu ferli. Nú þurfa rannsakendur aðeins að skrá efni í IRIS, en geta valið að birta og varðveita efnið einnig í Opnum vísindum, þar sem skráningarfærslur úr IRIS verða samnýttar í báðum kerfum.