Skip to Main Content

IRIS - skráningarkerfi fyrir rannsóknir: IRIS

IRIS - skráningarkerfi fyrir rannsóknir

Þessi leiðarvísir er ætlaður aðilum innan HR sem nota rannsóknarskráningarkerfið IRIS (Icelandic Research Information System) til þess að halda utan um upplýsingar tengdar rannsóknum. Hér má finna leiðbeiningar um hvaða upplýsingar eiga heima í IRIS og hvernig má bæta þeim við kerfið.

Nánar um kerfið

IRIS er svokallað CRIS (Current Research Information System) kerfi, en slík kerfi miða að því að auðvelda utanumhald allra upplýsinga er varða rannsóknir. Í kerfinu getur hver rannsakandi skráð allar sínar rannsóknir, umsóknir, styrki og aðrar fjárveitingar, rannsóknarniðurstöður, gagnasett og rannsóknarafurðir, svo eitthvað sé nefnt. Kerfið skapar þannig ítarlega yfirsýn sem auðveldar rannsakendum að halda utan um heildstæða ferilskrá og gerir rannsóknarstofnunum kleift að vinna með tölfræði og aðrar upplýsingar á skilvirkan hátt.

Hlutverk bóksafnsins í IRIS

IRIS byggir á samstarfi íslenskra háskóla og rannsóknarstofnana (lista yfir aðila að kerfinu má finna hér). Innan HR koma bókasafnið, rannsóknarþjónustan og upplýsingatæknisvið að rekstri og viðhaldi kerfisins. Starfsfólk bókasafnsins sér um gæðastýringu á bókfræðiupplýsingum rannsóknarafurða í kerfinu og getur veitt aðstoð varðandi vafamál sem koma upp varðandi skráningu afurða. Aðkoma bókasafnsins að IRIS er þannig viðbót við þá þjónustu sem rannsakendur geta þegar sótt til upplýsingafræðinga safnsins.