Skip to Main Content

Hagfræði: Turnitin

Turnitin

Turnitin er hugbúnaður til varnar ritstuldi sem háskólar á Íslandi hafa tekið í notkun.  Hugbúnaðurinn ber texta/verkefni nemanda saman við gagnasafn sem innbyggt er í kerfið og skilar samanburðarskýrslu. Nemendur geta nýtt sér hugbúnaðinn í verkefnaskrifum og þjálfast í að vinna með heimildir, í gerð tilvísana og í heimildaskráningu. Kennarar geta nýtt hugbúnaðinn sem hjálpartæki til að greina mögulegan ritstuld. Turnitin forritið er notað inn í Canvas við verkefnaskil. Kennarar ákveða hvort þeirra nemendur noti Turnitin. Ef kennari lætur nemendur sína ekki skila inn í Turnitin þá þurfa nemendur ekki að skila sínum verkefnum inn í forritið. Nemendur geta ekki óskað eftir að fá aðgang að Turnitin fyrir einstök verkefni.