Skip to Main Content

Blogg

Styrkveiting úr Bókasafnssjóð fyrir gagnvirkan kennsluvef í upplýsingalæsi / A Grant from the Library Fund for an Interactive Online Teaching Course in Information Literacy

eftir / by Kristína Benedikz dags. / date 2022-08-25T14:44:00+01:00 | 0 Athugasemdir / Comment

Bókasafn Háskólans í Reykjavík er með tvo fulltrúa í Vinnuhópi um upplýsingalæsi í íslenskum háskólabókasöfnum. Vinnuhópurinn hlaut nýverið 4.500.000 kr. styrk úr Bókasafnssjóð til að hanna gagnvirkan kennsluvef í upplýsingalæsi.  Markmiðið með kennsluvefnum er að samhæfa upplýsingalæsiskennslu á háskólastigi í samræmi við viðmið um æðri menntun og prófgráður á Íslandi (sbr. Lög um háskóla nr. 63/2006, 5. gr.).


Þetta er í fyrsta sinn sem háskólabókasöfn leggjast á eitt til að þróa gagnvirkan kennsluvef í upplýsingalæsi. Aðilar að verkefninu eru bókasöfn eftirfarandi stofnanna: Háskólinn í Reykjavík, Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, Listaháskóli Íslands, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Heilbrigðisvísindabókasafn LSH og HÍ, Háskólinn á Akureyri og Háskólinn á Bifröst.

Kennsluvefurinn mun byggja á gagnvirkum æfingum sem virkja nemendur gegnum námsferlið, þar sem nemandinn þarf að leysa ýmis verkefni allt frá því að; þróa rannsóknarspurningu, leita að heimildum, nálgast heildartexta, meta leitarniðurstöður, vísa til heimilda og skrá þær.  Kennsluvefurinn mun verða mikilvæg viðbót við þá upplýsingalæsiskennslu sem bókasöfn veita nú þegar, en stefnt er að því að hann verði tilbúinn að ári loknu.


Það er hlutverk okkar sem sinnum upplýsingalæsiskennslu og mikið gæðamál háskólanna að nemendur tileinki sér þekkingu og færni í upplýsingalæsi áður en þeir útskrifast og fara út í atvinnulífið. Að vera upplýsingalæs er auk þess ekki einungis nauðsynlegt háskólamenntuðum heldur öllum þegnum þjóðfélagsins. Það er því okkur hjartans mál að vefurinn verði í opnum aðgangi (með notkunarleyfi CC BY 4.0) svo allir geti nýtt sér hann og þjálfað sig í upplýsingalæsi.

-------

Reykjavik University Library has two members in the Information Literacy Working Group in Icelandic University Libraries. The working group was recently granted 4.500.000 ISK from the Library Fund to design an interactive online teaching course in information literacy. The purpose of the online course is to coordinate information literacy education at the university level, following the criteria for higher education and degrees in Iceland (cf. Higher Education Act No 63/2006 article 5.)


This is the first time university libraries have joined forces to create an interactive online course in information literacy. Members of the project are libraries of the following institutions: Reykjavik University, The National and University Library of Iceland, Iceland University of the Arts, The University of Iceland - School of Education, The Health Sciences Library for the University Hospital and UI, The University of Akureyri and the University of Bifröst.


The online course will consist of interactive tutorials that guide students through the learning process. Students will solve various tasks from; developing research questions, searching for sources, accessing full-text, evaluating search results, citing sources, and creating bibliographies. The online course will be a valuable asset to the information literacy classes already provided by university information specialists. The goal is to publish the online course in the Autumn of 2023.


Our role as information literacy teachers and part of the quality control of the Universities is that students acquire knowledge and skills in information literacy before they graduate and enter the workforce. In addition, being information literate is essential not only for university graduates but for all members of society. It is, therefore, crucial that the course will be in open access (CC BY 4.0) so that everyone can use it and train themselves in information literacy.


 Bæta við athugasemd / Add comment

0 Athugasemdir / Comment.

  Gerast áskrifandi / Subscribe



Fáðu sendar tilkynningar í tölvupósti / Get notifications via e-mail


  Færslusafn / Archive



  Fræðasvið / Subjects



Lögfræði / Law
  Til baka / Return
This post is closed for further discussion.

title
Loading...