Skip to Main Content

Blogg

Upplýsinga- og miðlalæsisvika,13.-17. febrúar / Media Literacy Week

eftir / by Harpa Rut Harðardóttir dags. / date 2023-02-13T10:43:28+00:00 | 0 Athugasemdir / Comment

Dagana 13.-17. febrúar 2023 er í fyrsta sinn haldin upplýsinga- og miðlalæsisvika hér á landi þar sem lögð verður áhersla á vitundarvakningu og mikilvægi upplýsinga- og miðlalæsis.
Markmiðið er að gera vikuna að árlegum viðburði hér á landi en fordæmi eru fyrir slíkum vikum í öðrum löndum.

Í tilefni þess ætlar Tengslanet um upplýsinga- og miðlalæsi að halda málþing í Grósku þann 16. febrúar kl. 9.00-12.00. Hægt er að skrá sig viðburðinn en einnig verður í boði streymi fyrir þá sem komast ekki. Dagskráin er mjög áhugaverð og spannar vítt efni, alveg frá krakkafréttum til mikilvægi forvarna til að koma í veg fyrir net- og tölvubrot hjá aldurshópnum 60+.

En hvað er upplýsinga- og miðlalæsi? Í grunninn er það að geta leitað að, skilið, greint, metið og skapað upplýsingar sama á hvaða miðli þær birtast. Slíkt læsi hjálpar okkur m.a. að taka samtalið um áhrif samfélagsmiðla, greina hvað eru falsfréttir og sporna við hatri og áreiti á netinu.

Vefsíða miðlalæsisviku fór í loftið í dag, mánudaginn 13. febrúar á midlalaesi.is. Þar má m.a. finna: 

  • Fræðslumyndbönd og stuðningsefni fyrir kennara til þess að vinna verkefni og eiga samtal við nemendur um miðlalæsi.
  • Hugtakalista með gagnlegum skýringum á ýmsum orðum úr netheimum eins og t.d. spjallmenni, upplýsingaóreiða, algóritmi og djúpvefur.
  • Skráningu á glæsilegt málþing um miðlalæsi í Grósku 16. febrúar.
  • Gagnlega hlekki á ítarefni.
  • Upplýsingar um verkefnið og tengslanetið.

Við hvetjum alla til að taka þátt.

 _____________________________________________________________

For the first time in Iceland, Media Literacy Week takes place February 13th-17th, emphasising awareness and the importance of information and media literacy. The goal is to make the week an annual event in Iceland, but there are precedents for such weeks in other countries.

On this occasion, Media Commission plans to hold a seminar in Gróska on February 16th from 9.00-12.00. You can register for it, but streaming will also be available for those who cannot attend it. The seminar will be in Icelandic except for the first session, with keynote speaker Stephanie Comey, a Senior Manager in Media Literacy with the Broadcasting Authority of Ireland (BAI).

The program is impressive and covers a wide range of topics, from children's news to the importance of prevention for cyber and computer crimes among the 60+ age group. 

But what are information and media literacy? At its core, it is being able to search for, understand, analyse, evaluate, and create information regardless of the medium in which it appears. Such literacy helps us to take the conversation about the impact of social media, identify what is fake news and take a stand against hate and harassment online.

The Media Literacy Week website went live today, February 13th, at http://www.midlalaesi.is/ (in Icelandic only for now).

We encourage everyone to participate.


 Bæta við athugasemd / Add comment

0 Athugasemdir / Comment.

  Gerast áskrifandi / SubscribeFáðu sendar tilkynningar í tölvupósti / Get notifications via e-mail


  Færslusafn / Archive  Fræðasvið / SubjectsLögfræði / Law
  Til baka / Return
This post is closed for further discussion.

title
Loading...