Í sumar stóð yfir fyrri hluti framkvæmda á safninu en stefnt er að því að gera það alveg upp á tveimur sumrum, þar sem framkvæmdir halda áfram sumarið 2023. Það sem gerðist í sumar var að við fengum teppi á hluta gólfsins, veggir voru málaðir, lesbásarnir voru gerðir upp og við fengum nýja stóla. Því miður verða töluverðar tafir á nýjum húsgögnum sem áttu að koma í sumar og eru þau ekki væntanlega fyrr en í október ef bestu spár ganga upp. Á meðan þurfum við að láta gömul húsgögn duga og reyna að láta þetta ganga upp.
Næsta sumar munu breytingarnar verða töluvert meiri. Það verða settir upp nýir glerveggir til þess að hólfa safnið meira niður og hópvinnuherbergjum mun fjölga. Einnig verður gerð smá nestis aðstaða og fjölbreyttari rými sett upp. Þá munum við fá nýjar viðbætur við bókahillur og nýtt afgreiðsluborð ásamt fleiri breytingum. Við erum mjög spenntar yfir teikningunum en það er arkítektastofan Arkís sem hannar nýja bókasafnið.
Núna þegar við höfum fengið þetta fína teppi á gólfið þá munum við þurfa að vera strangari varðandi bann á mat inn á safnið. Gestum er stranglega bannað að borða inn á safni og drykkir verða að vera í lokuðum umbúðum. Svo vonumst við eftir því að umgengnin eigi eftir að batna og nemendur hendi öllu rusli eftir sig þegar þeir fara.
////////////////
This summer, the library was under renovations. The plan is to renovate the library over two summers completely. What happened this year is we got a new carpet, walls were painted, reading booths were remodelled, and we got new chairs. Unfortunately, there are some delays on the new furniture we are getting, which are not expected until October. So in the meantime, we will have to make older furniture do.
More will happen next summer where we'll have some glass walls put up and get more bookable group work rooms. We will also create a little eating area and more varied spaces. We'll get more bookshelves and a new circulation desk. We are very excited about the renovations designed by the architect firm Arkís.
Now that we have the new carpet on the floor, we will have to be very firm on food not being allowed in the library. And drinks will have to be in closed containers. We hope students will be respectful of the new space and to please throw all garbage in the bins when they leave.
0 Athugasemdir / Comment.