Skip to Main Content

Blogg

Leitir.is nýtt útlit / New look

eftir / by Ragna Björk Kristjánsdóttir dags. / date 2022-08-18T09:36:00+01:00 | 0 Athugasemdir / Comment

Í sumar tóku íslensk bókasöfn upp nýtt bókasafnskerfi (Alma) og í leiðinni voru gerðar breytingar á Leitir.is. Fyrir þau sem ekki þekkja þá er Leitir.is íslensk leitarsíða fyrir flest öll bókasöfn á Íslandi. Þarna eru almenningssöfn, skólabókasöfn og sérfræðisöfn ásamt fleirum með safnkostinn sinn. 

Helsta breytingin sem hefur átt sér stað er að við höfum fengið okkar eigin slóð á okkar leitarsíðu sem hefur verið sérhönnuð í okkar HR litum: hr.leitir.is. (einnig er hægt að gera ru.leitir.is). Á þessari síðu er hægt að leita að öllu efninu sem HR hefur aðgang að. Þarna eru: bækur, rafbækur, tímarit, fræðilegar tímaritsgreinar og lokaritgerðir, ásamt fleira efni. Einnig er hægt að víkka leitina til þess að sjá hvað er til á öðrum söfnum á Íslandi. 

Önnur nýjung er að núna er hægt að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli, og því óþarfi að fá lykilorð frá bókasafninu. En þau sem hafa áður átt lykilorð inn á Leitir.is í gegnum annað bókasafn geta haldið áfram að komast inn á þeim aðgangi. Með því að skrá sig inn er hægt að endurnýja útlán, sækja um millisafnalán og taka frá bækur. 

//////////

This summer, Icelandic libraries took up a new library system (Alma), and with it, some changes were also made to Leitir.is. For those that don't know, leitir.is is a search engine for almost all Icelandic libraries, including Reykjavik University Library, 

The main change is that we now have our own link to our collection, ru.leitir.is (also hr.leitir.is). On this site, you can search our print and electronic collections, as well as the Icelandic Consortia material. It's then possible to expand the search to show results from all Icelandic libraries. 

Another new feature is that users can now sign in with their Icelandic electronic ID. For those that don't have that ID, they can still access it with their Leitir username and password (not the same as your RU username and password). First-time users need to contact the library to get their access information. By signing in, users can renew their loans, reserve books and request interlibrary loans.

Leitarsíða fyrir HR á leitir.is

 

 


 Bæta við athugasemd / Add comment

0 Athugasemdir / Comment.

  Gerast áskrifandi / Subscribe



Fáðu sendar tilkynningar í tölvupósti / Get notifications via e-mail


  Færslusafn / Archive



  Fræðasvið / Subjects



Lögfræði / Law
  Til baka / Return
This post is closed for further discussion.

title
Loading...